Lífið í Fjölskyldugarðinum

miðvikudagur, október 31, 2007

Kallinn að detta í Heimsfrægð :D

Viðtalið og aðgerðin verða sýnd í þessari viku. Hugsanlega strax í kveld. Munið að þetta er sýnt í Kastljósi Sjónvarpsins.

spjallaði við Ragnhildi áðan og hún sagði mér það að það hefði ekki náðst að klárað að setja allar myndirnar inn í kvöld, því verður það sýnt á mánudag og þriðjudag.

föstudagur, október 26, 2007

Fyrsta Endurkoman

Ég fór í fyrstu endurkomuna eftir aðgerð í dag og gekk það bara vel. Ég er búinn að missa 6.6 kg síðan ég fór í aðgerðina og það finnst mér bara hreint ótrúlegt. Gengur furðuvel að koma mat ofan í mig en það tekur mig samt enn soldinn tíma að klára skammtinn eða ca 40 mínútur og upp í 90 mínútur. Hitti Ragnhildi Steinunni á þriðjudag og kom hún ásamt myndatökumanni og hljóðmanni til þess að taka stutt viðtal hérna heima hjá mömmu og pabba. Mamma var nú merkilega fljót að láta sig hverfa áður en þau komu, gæti verið smá sviðskrekkur hjá henni :D alla vega..Það er slatti að gera í skólanum þessa dagana og utan þess að gera ótal smá verkefni í tjáningunni að þá er ég líka kominn í hópaverkefni þar sem ég þarf að gera 1 rannsóknarritgerð. Síðan er ég með annað verkefni sem að fjallar um sambýli sem ég er að heimsækja og ég þarf líka að gera lífssögu eins þjónustunotanda þess, Þetta eru samt merkilega áhugaverð verkefni og krefjast þau röluverðrar vinnu. Anyhow þá þakka ég enn og aftur allan stuðning sem þið veitið mér og mér þykir gaman og gott að lesa commentin ykkar.

Kv.
Ólafur "BigJohn"

laugardagur, október 20, 2007

Kominn heim!

já kallinn er kominn heim. lenti hjá mömmu og pabba í gærdag og líður bara geggjað vel miðað við allt. Aðgerðin hófst klukkan 9. tók ca.1 klukkustund, þá fór ég á vöknunog ég var kominn af vöknun klukkan 1 á miðvikudag. mátti ekkert borða eða drekka fyrsta daginn og á fimmtudag mátti ég drekk1 líter af vatni, kom samt ekki ofan í mig nema 800 ml. Á föstudag borðaði ég svo mína fyrstu máltið eftir aðgerð og það tók mig um 80 mínútur að drekka 200 ml af vatni 200 ml af bollasúpu og 180 ml af hafraseyði. náði svo rétt að klára 250 ml af eplasafa áður en ég fékk hádegis mat sem var önnur bolla súpa, sæt súpa og meiri epla safi. þar sem að ég var orðinn saddur áður en maturinn kom afþakkaði ég bollasúpuna og tók mér annan klukkutíma í að borða sæt súpuna.
Þetta er mjög undarleg tilfinning að vera ekki svangur og ef maður finnur fyrir svengd að það skuli vera nóg að taka 1 -2 skeiðar af súpu til að vera saddur, nokkuð merkilegt sko. ég er búinn að missa 2.5kg síðan í síðustu viku og það er bara flott, þetta á eftir að renna enn hraðar á næstu vikum. Takk allir fyrir stuðninginn og heilla óskirnar. heyrumst sæl seinna. :D

þriðjudagur, október 16, 2007

Aðgerðin er á morgun!!!

Sæl, nú er ekki laust við það að það sé kominn smá spenna og kvíði fyrir aðgerðinni. Reyndar var ég ekki að meika það að fara í skólann í dag og var því heima að þrífa og setja niður í ferðatösku, þar sem ég er að flytja til mömmu og pabba næstu 5-6 vikurnar eftir aðgerð. Ég er að fara að renna í Rvk núna þar sem að ég þarf að fá sprautu fyrir aðgerðina. Ég kem til með að hitta hana Ragnhildi kastljósmær á morgun, en eins og ég hef marg oft sagt að þá er kastljós fólkið að gera smá þátt um ástæðu þess að ég fer í þessa aðgerð. Alla vega langaði bara aðeins að kommenta á þetta svona rétt fyrir aðgerð. Heyri í ykkur seinna!

miðvikudagur, október 10, 2007

Aðgerðin er eftir viku!!!!

Já ég fékk staðfesta dagsetningu á aðgerðardagsetningu í gær og hún verður þann 17. okt. Aðgerðin verður tekin upp og sýnt verður frá henni í kastljósinu ásamt viðtali við mig :D Ég fékk líka þær frábæru fréttir að ég er kominn undir 160 kílóin og það er í fyrsta skiptið í líklega ein 4 - 5 ár sem ég er það "léttur". Þessa dagana líður mér því bara frábærlega og horfi björtum augum á framtíðina. Takk í bili.