Lífið í Fjölskyldugarðinum

laugardagur, október 20, 2007

Kominn heim!

já kallinn er kominn heim. lenti hjá mömmu og pabba í gærdag og líður bara geggjað vel miðað við allt. Aðgerðin hófst klukkan 9. tók ca.1 klukkustund, þá fór ég á vöknunog ég var kominn af vöknun klukkan 1 á miðvikudag. mátti ekkert borða eða drekka fyrsta daginn og á fimmtudag mátti ég drekk1 líter af vatni, kom samt ekki ofan í mig nema 800 ml. Á föstudag borðaði ég svo mína fyrstu máltið eftir aðgerð og það tók mig um 80 mínútur að drekka 200 ml af vatni 200 ml af bollasúpu og 180 ml af hafraseyði. náði svo rétt að klára 250 ml af eplasafa áður en ég fékk hádegis mat sem var önnur bolla súpa, sæt súpa og meiri epla safi. þar sem að ég var orðinn saddur áður en maturinn kom afþakkaði ég bollasúpuna og tók mér annan klukkutíma í að borða sæt súpuna.
Þetta er mjög undarleg tilfinning að vera ekki svangur og ef maður finnur fyrir svengd að það skuli vera nóg að taka 1 -2 skeiðar af súpu til að vera saddur, nokkuð merkilegt sko. ég er búinn að missa 2.5kg síðan í síðustu viku og það er bara flott, þetta á eftir að renna enn hraðar á næstu vikum. Takk allir fyrir stuðninginn og heilla óskirnar. heyrumst sæl seinna. :D

9 Comments:

At 21 október, 2007 15:27, Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að allt gangi vel og þá sérstaklega að þér líði vel :) Það verður gaman að rekast á þig næst :D

>>>Knúsogkossar<<<

 
At 22 október, 2007 13:26, Blogger Thor Magnusson said...

Baráttukveðjur!

 
At 22 október, 2007 19:37, Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að sjá þig, gangi þér vel.

 
At 22 október, 2007 22:26, Anonymous Nafnlaus said...

gott ad heyra gangi ter vel
Binni

 
At 23 október, 2007 17:07, Anonymous Nafnlaus said...

Glæsilegt, ég get þá farið að bjóða þér út að borða ;) Við endurtökum kannski átkeppnina frá því í skotlandi sælla minninga :)

Flott að heyra að þér gangi vel og ekki leiðinlegt að vakna við röddina þína í dag :)

Þú verður svo duglegur að leyfa okkur að fylgjast með :)

 
At 24 október, 2007 00:43, Anonymous Nafnlaus said...

glæsilegt og til hamingju með að vera búinn í aðgerðinni. Nú tekur við leiðinda tími þ.e.a.s. fljótandi og maukfæðis tímabilið en það er samt furðu fljótt að líða. Það er um að gera að gera bara nákvæmlega það sem doktorarnir segja þér að gera... taktu vítamínin og borðaðu eftir klukku, allveg á tveggja til 3 tíma fresti, ef það líður meira á milli þá er hætt við að þig svimi og jafnvel líði yfir þig. Gísli sagði mér að þú vildir spjalla eða eða/og hittast... msn-ið mitt er gfannars@hotmail.com dont be stranger ;)

baráttu kveðja
Fannar

 
At 24 október, 2007 15:28, Anonymous Nafnlaus said...

Gott að þér líði vel.. og gaman að fá að fylgjast með :)

 
At 25 október, 2007 11:40, Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Óli frábært að heyra hversu vel þér gengur. Hugsa til þín fullt og sendi strauma... ef þú vilt adda mér á msn þá er mitt netfang: mariposan78@hotmail.com... endilega verum í bandi!! Knús í klessu

 
At 25 október, 2007 23:43, Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel.

 

Skrifa ummæli

<< Home