Lífið í Fjölskyldugarðinum

föstudagur, júní 22, 2007

3 viknur liðnar af Reykjalunds dvöl

Já ég er búinn að vera 3 vikur á reykjalundi og allt gengur eins og í sögu...á mánudeginum síðasta var ég búinn að missa 5.2 kíló...stalst á viktina í gær og sá að ég er búinn að missa 1,9 síðan þá og er þá búinn að missa samtals 7.1 á rúmum 2 vikum og er kominn niður í 166 kg... sem er 24 kílóum léttara en ég var í janúar 2006 og 17k léttari en ég var í febrúar síðastliðnum...Ég er virkilega sáttur við minn árángur, en ég stefndi á að missa 2 kíló í viku og ég er að standast það vel.
Margt er gert á Reykjalundi við að styrkja okkur undir breyttan lífstíl og hvernig við eigum að halda honum. Mikið er um fyrirlestra og styrkingarstundir. Eins er heilmikil hreyfing og er ég að hrista á mér spikið því sem nemur um 110 mínútur á dag við hinar og þessar íþróttir, svo sem þolhringi, hjól, göngur, vatnsleikfimi (sem er geggjuð), sund badminton og fleira.
Reyni að henda inn fleiri upplýsingum um árangurinn.