Lífið í Fjölskyldugarðinum

sunnudagur, júní 22, 2008

Nýtt af nálinni

Til hamingju með gærdaginn elsku Davíð og Berglind, þetta var svo sannarlega skemmtilegt og fallegt, athöfnin í kirkjunni er ógleymanleg og veislan var bara flott partý. Hún er enn eins skrautfjöðurin í þennan fallega hatt sem samband ykkar er og er nú orðið að hjónabandi.
Já það var virkilega gaman í veislunni, æðislegt að hitta alla þessa ættingja ykkar (okkar) og vini og hobbitarnir slógu svakalega í gegn með frábærri spilamennsku og skemmtilegheitum. Sannarlega sterkur leikur hjá ykkur að fá þá.

jæja ég náði öllum prófunum og hef því lokið mínu fyrsta ári í kennó með miklum stæl, (þó svo ég segi sjálfur frá ;D ) ég er kominn í sumarfrí og verð í því þar til 14 júlí, en ég hef það nú á tilfinningunni að ég eigi eftir að taka einhverja daga í vinnu inná milli.

Ég er búinn að henda mér á fullu í golfið og fór í fyrsta skiptið 18 holur um daginn með pabba og Heimi og skemmti ég mér alveg konunglega, þó svo ég hafi ekkert verið að gera neinar svaka gloríur á vellinum, týndi meðal annars 11 golfboltum... þar af fóru 7 í vatn ;S helvítis vatnsgildrur alltaf hreint ;D, alla vega er kominn niður í 115 kíló og er það alveg stórkostleg tilfinning, hef ekki verið léttari frá því ég var 16 ára gamall... alveg ótrúlegur fjandi.. og ég á eftir að verða léttari nú eru ekki nema 20 kíló eftir í lokatakmarkið.., shit hvað ég sé það í hyllingum þarna rétt handan hæðarinnar.

Læt þetta duga að sinni, ætla að henda mér í göngu og/eða sund heyrumst fersk.... þangað til næst l8z y'all!!!