Lífið í Fjölskyldugarðinum

miðvikudagur, apríl 26, 2006

ég fékk vægt sjokk þegar ég fór til læknis í gær, ég steig á vigt í fyrsta sinn í rúm 3 ár og ég var tilbúinn að sjá hvað ég hef lést mikið, hélt því nebbnilega fram að ég væri kannski sona 160 kg give or take 2 kíló, en nei, lífið er ekki svo gott og verð ég að segja það að mér blöskraði og var hálfóglatt þegar ég sá töluna birtast.... ég er enn að velta því fyrir mér hvort ég eigi virkilega að sharea því með restinni af ykkur og ég hef ekki enn komist að niðurstöðu...þannig að þið fáið ekki að vita það alveg strax. Annars var viðtalið við brynleif nokkuð gott og hann ætlar að senda inn beiðni á reykjalund eftir 2 vikur þegar að ég kem aftur til hans eftir blóðprufu og þá vigtar hann mig aftur og þá getum við séð virkilega hvort ég sé að grennast eða þá að ég sé að fegra hlutina fyrir mér. Verð samt að segja ykkur frá því að mér líður skítt í augnablikinu, EN ég horfi björtum augum fram á veginn, ég veit að allt þetta ferli kemur til með að taka tíma og verða ógeðslega erfitt og meira að segja getur þetta verið hættulegt, en við tökum bara á því þegar að því kemur og setjum það ekki í einhverja neikvæða mynd. Takk fyrir það


En að öðru, Steini hafðu samband þegar að þú ert til í fifa og setjum dagsetningu á það, það er soldið erfitt þessa dagana þar sem ég er í 24 daga vinnutörn :( og er rétt hálfnaður. Jet getur komið á sama tíma og ég slæ þá bara 2 flugur í einu höggi og þagga niður í ykkur tjellingunum :D

Lagið í Winamp; dánarfregnir og jarðarfarir með sigurrós

mánudagur, apríl 10, 2006

Lagið í winamp: Storm- Levez Vos Skinny Fists Comme Antennas to Heaven; Gathering Storm með Godspeed You Black Emperor!

jájá þið eruð svona hress, ný rannsókn frá Brazilíu sýnir að Orkudrykkir draga úr timburmönnum.
Nú er bara um að gera að fara að blanda öllu áfengi í powerade eða magic og drekka svo bara meira og meira og meira til þess að við náum aftur upp sömu þynnkunni. Lítið að gerast hjá mér þessa dagana nema bara vinna vinna vinna, fór reyndar á Árshátíð um seinustu helgi sem heppnaðist sona líka vel, Skari skrípó var veislustjóri og fór að mínu mati alveg á kostum. "Klappið fyrir Veislustjóra" heyrðist reglulega frá honum á milli þess sem að hann framkvæmdi merkilega góðar sjónhverfingar. Og svo var það Maturinn úff hann var svakalegur, Humarsúpa í forrétt, spínatfylltar Kalkúnabringur og meðlæti og svo marengsís með gúmmilaði. Aldrei hefði ég getað trúað því að spínatfylltur kalkúnn gæti verið svona svakalega góður en vúff mar. En jæja nenni ekki að henda meira drasli inn, heyri í ykkur seinna.


P.s. var að kaupa mér xbox 360 og er búnað tengj'ana við 42" plasmann í HDTV gæðum, svakalegt, alveg svakalegt, gaurar þið eruð velkomnir í heimsókn til þess að láta slátra ykkur í Fifa '06 eða madden '06 og fleiri góðum titlum l8z!!!

þriðjudagur, apríl 04, 2006

já þá er það komið á hreint


Kóngurinn í Fjölskyldugarðinum --
[noun]:

A real life muppet

'How" will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com