Lífið í Fjölskyldugarðinum

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

ég trúi því varla.....

En ég er búinn að missa 51 kíló.... fökk það er alveg hellingur....það þýðir að ég á bara 40 kíló eftir í takmarkið ;) YAY!!!! Annars er ekki mikið að frétta, það vantar enn leigjanda fyrir mig í pornville ;( en annars hef ég verið að drukkna í skólaverkefnum og því að pakka niður... flyt vonandi á lördag kemur betur í ljós á morgunn....en allavega 20 kíló fokin síðan aðgerðin var fyrir 6 vikum og samtals 51 kíló......shit ég trúi þessu ekki.....

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Kallinn líklegast að yfirgefa Fjölskyldugarðinn

Já þið lásuð rétt...og nei ég er ekki að hætta að blogga, málið er bara það að ég sótti um stúdíó íbúð á keilisvæðinu og fékk í dag email um að mér hefði verið úthlutað eitt stykki og að ég gæti flutt inn 4 jan ef ég vil þiggja það..... Þetta var ekki lengi að gerast, sótti um íbúðina fyrir tveimur vikum síðan og það er strax búið að úthluta mér....Sótti reyndar um frá og með 15.ágúst 2008 en ég er að spá í að skella mér á þetta....Verst er að skilja Eyjó og Aron eftir hérna...en þeir eru stórir strákar og geta reddað sér, en ef ykkur vantar að leigja herbergi þá var allavega að losna um það hérna :D....En að öðru ég er enn að léttast...sem betur fer og hef ég nú misst 47 kíló frá því í jan 2006...FÖKK það eru næstum því farin 50 kíló...ég trúi þessu ekki, en vigtin lýgur ekki og fötin sem ég var að kaupa á föstudaginn síðasta verða ekki lengi passleg á mig.....en 47 kíló þýða einfaldlega það að það er styttra í markmiðstöluna mína en það er í gömlu hámarksþyngdina mína og vá hvað mér líður vel útaf því :D.... En anyways endilega látið fólk vita um að það sé að losna herbergi hérna á hafnargötunni, sé ykkur seinna.

laugardagur, nóvember 10, 2007

Markmiðið mitt!

Eins og ég sagði í gær þá er ég að verða Hálfnaður með markimiðið mitt :D Í tilefni af því fann ég þennan skemmtilega tracker sem sínir hvað ég á mikið eftir...eitthvað er hann þó ekki að sýna upphaftöluna rétt því hún segir bara 0 þar en þar á að standa 191 kg..en allavega 44 kíló farin og vantar ekki nema 2 kíló í að vera hálfnaður....Minns er stoltur af sjálfum sér.

föstudagur, nóvember 09, 2007

Hugsanlegt met!!?!??!

Já þá er frægðin búin í bili....:D

Nú er ég hálfnaður í því takmarki sem ég setti mér í desember 2005, en það var að missa 90 kíló og komast undir þriggja stafa tölu...en það er eitthvað sem að ég hef ekki séð hjá mér frá því að ég var 13 ára....Pæliði í'ðí...En ég er semsagt kominn í 148 kíló og það þýðir að ég er búinn að missa 43 kíló!!!!!! Fokk hvað það er mikið...ég trúí því bara ekki enn.

En að metinu sem ég byrjaði á í titlinum...Þórhallur og Ragnhildur sögðu mér það að aldrei hefði verið fjallað um einhvern einstakling svo mörg kvöld í röð ;D !

Ég vil þakka Ragnhildi sérstaklega fyrir frábæra frammistöðu og alveg hreint frábæra umfjöllun um mig og leyfa öllum landsmönnum að sjá að þessi aðgerð er ekki bara eitthvað rugl...það var sko kominn tími til að það kæmi jákvæð umfjöllun þessar aðgerðir sem hafa hjálpað ótrúlega mörgum....En nú veltur þetta allt á mér, því að aðgerðin heppnaðist frábærlega og ég er sá eini sem get haft áhrif á framvindu mála hjá mér gagnvart offitunni.

Sjáumst síðar


Kveðja Óli "Hot Dude" Garðar

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Já haldiði ekki bara að minns fari bara í stúdíó á morgunn

Eins og þeir vita sem horfðu á kastljósið áðan, þá mæti ég í viðtal hjá þeim á morgun, þetta ætlar bara að verða stærri og stærri snjóbolti en mig nokkurn tíma grunaði. En þetta er bara ævintýri og það er geggjað að fá tækifæri til þess að deila þessu með ykkur öllum.

Kv. Ólafur