Lífið í Fjölskyldugarðinum

föstudagur, mars 31, 2006

Lagið í winamp: Flight of the bumble bee eftir Beethoven


HMMMM.... komst að því í morgunn að ég er ekki kominn á biðlistann á Reykjalund, en það er svo sem allt í kei. Ég heyrði nebbnilega í dr. Ludvik Guðmundssyni á Reykjalundi og hann er alveg svakalega bjartsýnn á mín mál, ég þarf bara að spjalla við Brynleif lækni og fá hann til að senda beiðnina inn og þá fer allt að gerast skal ég segja ykkur, og það verður gert á mánudag. man ekki eftir meira spennandi í augnablikinu þannig að ég bið bara að heilsa í bili.

Kóngurinn kveður

mánudagur, mars 27, 2006

þrjár síðustu færslur sem ég hef gert undanfarið hérna hafa ekki náð að vistast vegna viðhalds á þjónustunni, er vægst sagt orðinn pirraður á því. Það er ástæða þess að ég hef ekki verið að blogga mikið undanfarið, fór í smá fýlu út í blogspot, vona að hún sé farin núna.
En allavega ég hef frá mörgu að segja eins og til dæmis ví að ég er búinn að fá fagur dökkgræna yarisinn minn ( og dísu:) og hann er alveg að svínvirka lítil eyðsla, en ég er búin að keyra hann samt rétt rúma 1000 kílómetra á 3 vikum.... þarf samt að fara að þrífa hann og helst teflon bóna hann til að verja hann aðeins fyrir saltinu sem er ausið á göturnar þessa dagana.

Og út í annað, ég er búinn að panta miða á kelduna og flugmiðann út og tel núna dagana þangað til að hátíðin byrjar er meget spenntur fyrir henni, nokkur eðal bönd þar á ferð í ár. Svo er líklegt að ég fari út til london í byrjun júní, og þá vegna vinnunar, þ.e. einn af strákunum af L17 fer út og ég fer með honum sem starfsmaður, það á eftir að vera svakastuð á okkur Frikka í London, stefnt er að fara á west end og jafnvel eitthvað fleira, það skýrist samt betur út eftir næstu helgi.

Ég er einnig kominn á biðlistann til að komast á Reykjalund yay!!! fyrir því! Þóra vinkona mín benti mér einnig á að tala við Ludvig sem er á Reykjalundi, hann gæti jafnvel og vonandi flýtt fyrir því að ég kæmist þar inn, ætla að hafa samband við hann í vikunni. Ég óska hér með einnig eftir einhverjum sem er til í að kíkja í ca 30 mínútna göngutúra með mér eins oft í viku og hægt er, helst einu sinni á dag. Er einnig búnað vera núna á Levaxin í næstum tvo mánuði og þvílík breyting, það að fá sér bara einu sinni á diskinn í matmálstímum er miklu léttara en áður, eina sem ég þarf að passa núna er að borða oftar minni máltíðir á milli, skyr og ávexti og þess háttar, og svo nottla að hafa ekki freistingar fyrir framan mig. Sérstaklega ekki súkkulaði og sæta drykki, því að þá bara fell ég og fall er vont. Lenti einmitt í því um daginn, þegar ég var búinn að vera í fráhaldi í ca 2 vikur og ganga vel, þá kom einn dagur þar sem að ég kolféll, það var nebbnilega til kökur í vinnunni og ég var á næturvakt ég gerði eiginlega ekkert nema að borða þá næturvakt, shitt hvað það var erfið nótt, aldrei hefði mér dottið það í hug að falla væri sona sárt og svekkjandi en sona er það og það var mikilvægt að falla svo lengi sem ég get nýtt mér það og forðast freistingarnar betur í framtíðinni. En allavega stoppa hér núna því að í enn eitt skiptið er uppfærsla á blogspot síðunni og ég verð að vista þetta bara í word.

miðvikudagur, mars 01, 2006

já loksins fer að koma að því ég fæ bílinn minn á föstudag, verður samt soldið erfitt að skila jepplinginum, mér finnst hann nánast vera orðinn partur af mér, en sona er þetta sum sambönd er ekki byggð til þess að endast lengi og þetta dugði í tæpar 2 vikur, vona að næsta samband endist aðeins lengur ;)