Lífið í Fjölskyldugarðinum

föstudagur, október 26, 2007

Fyrsta Endurkoman

Ég fór í fyrstu endurkomuna eftir aðgerð í dag og gekk það bara vel. Ég er búinn að missa 6.6 kg síðan ég fór í aðgerðina og það finnst mér bara hreint ótrúlegt. Gengur furðuvel að koma mat ofan í mig en það tekur mig samt enn soldinn tíma að klára skammtinn eða ca 40 mínútur og upp í 90 mínútur. Hitti Ragnhildi Steinunni á þriðjudag og kom hún ásamt myndatökumanni og hljóðmanni til þess að taka stutt viðtal hérna heima hjá mömmu og pabba. Mamma var nú merkilega fljót að láta sig hverfa áður en þau komu, gæti verið smá sviðskrekkur hjá henni :D alla vega..Það er slatti að gera í skólanum þessa dagana og utan þess að gera ótal smá verkefni í tjáningunni að þá er ég líka kominn í hópaverkefni þar sem ég þarf að gera 1 rannsóknarritgerð. Síðan er ég með annað verkefni sem að fjallar um sambýli sem ég er að heimsækja og ég þarf líka að gera lífssögu eins þjónustunotanda þess, Þetta eru samt merkilega áhugaverð verkefni og krefjast þau röluverðrar vinnu. Anyhow þá þakka ég enn og aftur allan stuðning sem þið veitið mér og mér þykir gaman og gott að lesa commentin ykkar.

Kv.
Ólafur "BigJohn"

4 Comments:

At 29 október, 2007 13:10, Anonymous Nafnlaus said...

hahaha ekki hissa að mamma þín skyldi hverfa sporlaust þegar von var á TV fólki :)
Þú ert ýkt duglegur og frábært að allt gengur vel.
Kveðja Berglind og Davíð

 
At 29 október, 2007 13:43, Blogger BigJohn said...

Stór dagur í dag ;D ég er kominn undir 150 kílóin!!!! sem þýðir einfaldlega að þessi aðgerð er að skila sínu....að vísu má ekki gleyma því að sona eru hveitibrauðsdagarnir, eintóm hamingja og læti. Þetta verður svo virkilega erfitt þegar að maður er farinn að geta borðað eðlilegan mat því þá þarf ég sko að passa að setja ekki of mikið á diskinn.

 
At 30 október, 2007 00:07, Anonymous Nafnlaus said...

Þú getur þetta alveg :D um leið og árangur sést þá veit maður alveg hvað maður á ekki að borða :D

og vááá 10 kg á 11 dögum er bara snilld :))

keep up the good work
risa-knús

 
At 30 október, 2007 22:03, Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki hægt að segja að þetta þokist í rétta átt hjá ykkur fannari, þetta flýgur í rétta átt!!
Glæsilegt, þú heldur áfram að standa þig vinur ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home