Lífið í Fjölskyldugarðinum

mánudagur, janúar 28, 2008

Þrítugur!!!!!!

Já þá er það orðið að staðreynd að Óli er orðinn þrítugur.... fann það bara í morgun þegar ég vaknaði að það var eitthvað breytt....komst svo að því að ég var enn sofandi og var bara að dreyma :D þegar ég vaknaði var það eina sem hafði breyst að ég hafði sofið yfir mig og ég missti af reykjalundsprógramminu í dag ;S meiri helvítis kæruleysið, það þýddi bara að ég varð að fara og hlaupa niðri sjálfur því ekki vildi ég missa af hreyfingunni.... annars er ég að fara í 3 mánaða endurkomu niðrá landsa í dag og ég er frekar spenntur yfir því, verður gaman að fá niðurstöðurnar úr blóðprufunum .
Ég kíkti á djammið á laugardag og rosalega var gaman að hitta allt þetta fólk niðri í bæ, alveg ótrúlegt hvað margir þekktu mig ekki við fyrstu sýn ;D líka merkilega gaman að fá athygli frá hinu kyninu af fyrra bragði, það var svoldið nýtt upplifelsi og þvílíkur munur á sjálfstrrausti á manni eftir svona lífsbreytingu, ég er ekkert smá ánægður og sáttur við þessa ákvörðun og lífstílsbreytingu. Maður er allur svo eitthvað léttari í lund og bjartsýnni á framtíðina, væri samt alveg til í að fara að ná mér í stelpu, finnst oft eitthvað vanta þegar ég er einn í íbúðinni og er að dunda mér... þannig að þið stúlkur sem hafið áhuga endilega farið nú að stíga fram og kynnið ykkur :D þangað til næst bæjó

mánudagur, janúar 21, 2008

Gleðilegt nýtt ár og allur sá pakki.... :D

Afsakið hvað ég hef verið hljóðlátur undanfarið en það er bara vegna þess að ég hef verið á fullu undanfarnar vikur, skólinn byrjaður aftur og mikil vinna og svo var ég líka að fara aftur á Reykjalund, var að hefja þar aðra viku af þremur og rjúka kílóin af mér þessa dagana sem flíkur á janúarútsölu.... alla vega STÓRAR FRÉTTIR..... ég er búinn að missa 60 kíló frá því ég hóf þetta ferðalag og er ég svo sannarlega í skýjunum vegna þess :D og vantar mig núna ekki nema um 900 grömm til þess að fara undir 130 kílóin, en það hefur ekki gerst síðan ég var 22 ára eða frá árinu 2000.......nú vantar bara 10 kíló í viðbót og þá er ég léttari en eftir stórátakið 1997 en þá fór ég í 122 kíló.... skal því takmarki verið náð fyrir lok mars 2008, ég veit að þetta er soldið stórt takmark en því skal náð, því ég hef sett mér enn stærra markmið og það er komast í 107 kílóin fyrir miðjan júní á þessu ári. Það má til gamans geta að ég þarf að lækka mig um 6 BMI stig til þess að komast úr því að vera obese í það að verða overweight á BMI skalanum.
Annars er það að frétta af mér að ég náði öllum áföngum í þroskaþjálfanáminu og er ég með meðal einkunn uppá 7.17 að mig minnir og er ég virkilega ánægður með þann árangur og ég hef sett stefnuna á að halda henni og helst hækka hana í vor.

Anyways þakka kærlega fyrir liði ár og gleðilegt nýtt ár... Þakka kærlega öllum þeim er hafa heimsótt síðuna fyrir og eins þakka ég kærlega allann þann stuðning sem að fólk hefur veitt mér á einu stærsta ári í mínu lífi..... og já eitt að lokum.... minns er að verða kominn á fertugsaldurinn en ég næ þeim merka áfanga að verða þrítugur næsta mánudag. Hef ekki enn ákveðið hvað verður gert í tilefni þess, en ég er að gæla við þá hugmynd að fresta alvöru fagnaði fram undir vorið og taka þá vel á því og fagna árangrinum með góðum hætti.

L88z peepz