Lífið í Fjölskyldugarðinum

miðvikudagur, desember 26, 2007

Hó hó hó

Gleðilega hátið allir saman. Hér kemur smá update um mig.... jólin hafa verið mér góð og ég upplifði
i gær dag sem að ég hélt að ég myndi aldrei upplifa en það er að passa í föt af Davíð bróður, en lo and behold ég passaði í þennan forláta frakka sem að mamma hafði gefið honum fyrir um 2 árum síðan, að vísu var hann of stór á Davíð ;D en samt ég passaði í í flík sem var ætluð honum... þetta var eitthvað sem ég átti ekki von á og djöfull var það góð tilfinning að máta eitthvað sem að ég var viss um að ég passaði ekki í og passa svo í hann, það er allt önnur tilfinning en þegar að maður hefur rétt fyrir sér í svona málum.... en alla vega eins og sést á mlkinum hérna fyrir ofan er ég enn að léttast og er ég nú kominn í 137 kíló, sem þýða 23 kíló farin frá aðgerð og 54 í það heila.... ekki nema 37 kíló eftir í takmarkið mitt sem er 100 kg.... Læt þetta duga í bili, kveðja frá heiðinni
Ólafur G

laugardagur, desember 15, 2007

Þá er komið að því

Afsakið hvað það er langt síðan ég skrifaði síðast, en ég er búinn að vera að læra eins og fjandinn hafi verið á hælum mér, bæði verkefni og próf, en því er nú lokið líkt og fríinu mínu. Ég er að fara að byrja að vinna aftur og það er bara fínt, ég að vísu geri ekkert annað næstu 3 vikurnar en að vinna og verð bæði að vinna jólin og áramótin ;( en ég lifi það svo sem af, þægilegar vaktir þannig séð og ég kem ekki til með að missa af neinu. En að öðru, þar sem að ég er að fara í langa vinnutörn hafði ég það af að klára jólainnkaupin og það er nottla bara fínt .... En hey já ég gleymdi að segja það að ég er líka fluttur úr Fjölskyldugarðinum aka Pronville og ég er núna kominn uppá völl, hús 760 íbúð 211 og líkar mér bara virkilega vel. Fannst kjörið að flytjast í einstaklings íbúð núna þar sem að ég er að breyta líftílnum hjá mér, því stökk ég á tækifærið að flytja og búa einn. Alla vega ég er enn að grennast en það fór ekki mikið í síðustu viku en ég er samt kominn í 139 kg og því búinn að missa 52 kíló í heildina... ætla samt að missa fjögur kíló til viðbótar áður en árið er úti... en þangað til næst takk fyrir allt og það er alltaf gaman að lesa commentin frá ykkur..