Lífið í Fjölskyldugarðinum

fimmtudagur, október 02, 2008

tvær vikur af tólf búnar

Jæja önnur mælingin í áskorenda keppninni fór fram í kveld og ég er bara þokkalega sáttur með útkomuna, búinn að missa 2,8 kíló, og ca 10 cm samtals af fjórum svæðum sem voru mæld, auk einhvera komma af fituprósentunni... Vikar var samt ekki alveg nógu sáttur með fitprósentuna, þannig að ég þarf að herða mig á... passa mataræðið ennfrekar og leggja harðar af mér í tímum. Ef það er það sem þarf til að ég vinni þetta helvíti þá geri ég það andskotinn hafi það. Þessi keppni verður mín. Hef þetta ekki lengra í bili, læt fylgja með uppskrift að eðal skyrboozti sem ég er fíla í botn þessa dagana.

1/2 dolla skyr.is m/vanillu (250 gr)
skvetta af fjörmjólk
lúkufylli af frosnum blönduðum berjum
lúkufylli af frosnum jarðaberjum
1 frosinn banani
lúkufylli af vínberjum
klakar eftir smekk

öllu skellt í blender og smassað saman í ljúfengan shake
geðveikt gott

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home