Lífið í Fjölskyldugarðinum

föstudagur, október 17, 2008

Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag!!!!!

Já var bara að fatta það að ég á árs afmæli í dag... á þessum tíma fyrir ári síðan var ég 161 kíló og nýbúinn í magahjáveituaðgerðinni. Í dag ári seinna eru farin 49 kíló og samtals 80 kíló frá því ég hóf ferlið. ég stend núna í rétt tæpum 112 kílóum og ég varla man hvenar ég var svo léttur... líklegast um það leiti sem ég átti að vera að fermast... Ég veit að ég hef mikið skrifað og talað um árangurinn hjá mér, en ég verð bara að viðurkenna það að ég er ekkert smá stoltur af sjálfum mér...

En allavega hef þetta ekki lengra í bili er að fara í amælispartý hjá honum Magna.. sannkallað pulsupartí þar á ferð.

Að lokum vil ég þakka allann þann stuðning og velvild hjá allri fjölskyldu minni og ættingjum og ekki síður vinum mínum. Þið hafið verið mér ómetanleg þennan tíma frá því að ég hóf þetta ferli allt saman. Knús til ykkar allra.

Kv. Óli væmni :D

8 Comments:

At 18 október, 2008 11:38, Blogger Brynja said...

Til hamingju með afmælið!! :) Góður árangur hjá þér og þú ert rosalega duglegur. Og þú mátt alveg tjá þig um árangurinn, ég bara hef unun af þvi að hrekkja þig ;)

 
At 18 október, 2008 11:46, Blogger BigJohn said...

ohh þú þarna vonda stríðna stelpa... Hvenar kemuru aftur suður, alveg glatað að þú sért einhversstaðar útí rassagati en ekki fyrir sunnan...

 
At 18 október, 2008 18:55, Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert búinn að vera endalaust duglegur og ekkert smá flottur árangur hjá þér..Það er alltaf gaman að hitta þig þú verður alltaf minni og minni..
En freistingarnar eru alltstaðar því ver og miður.. þú ert eins og ég með súkkulaðið..pjúff.. :/
En passaðu þig á þessari hugsun "ég er hvort sem er búin að missa svo mikið að ég má alveg fá mér smá" þessi hugsun er algjör eitur..

haltu áfram að vera flottastur og duglegastur..

kv
Heba Maren

 
At 19 október, 2008 16:09, Anonymous Jóna Karen said...

Vá til hamingju!! Það er frábært hvað þú stendur þig vel og ég verð að segja að ég er stolt af þér :) Ekki samt hverfa alveg hehe.. bestu kveðjur frá Georgia, USA :)

 
At 19 október, 2008 16:54, Blogger BigJohn said...

það er ekki planið að hverfa alveg, en samt næstum því :D enn allveg einhver 16 kíló eftir... þetta gerist allt :D

 
At 19 október, 2008 23:34, Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að fá nýtt blogg frá þér!!! Þú er búinn að vera þvílíkt duglegur undanfarið rúmlega ár;) og mátt sko alveg vera mjög mjög mjög stoltur af þér!!!! kveðja Sigrún, bráðum stoltust líka;)

 
At 20 október, 2008 00:20, Blogger BigJohn said...

takk fyrir það... maður nánast tárast bara.... Nei ok kannski ekki alveg tárast, en það er æðislegt að lesa þetta frá ykkur.. takk takk takk

 
At 21 október, 2008 07:30, Anonymous Nafnlaus said...

Flottur árángur kappi ;) Heldur áfram að standa þig :)

Kv Fowler

 

Skrifa ummæli

<< Home