Lífið í Fjölskyldugarðinum

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Update

Já ég hef ekki verið duglegastur við bloggið undanfarið, en hér kemur smá update. ég er kominn í 127 kíló, sem þýða 64 kíló farin. Ég ákvað því að bíða ekki lengur með 30 afmælisgjöfina og gjöfina til mín fyrir að missa 60 kíló. Ég fór því og fékk mér mitt fyrsta tattoo, og dem hvað það er flott þó ég segi sjálfur frá :D Allavega ég hélt smá boð heima hjá mömmu og pabba til þess að fagna þeim merka áfanga að ná þrítugsaldrinum. Ég bauð bara fjölskyldu minni, ömmu, systir mömmu og Eyjó. Ég eldaði mean chilli rétt og brauðrétt og hafði svo ljúffengan jógúrt ananas ís/krap í eftirrétt ásamt og ostum. Bara brilljant og gott. Og gjafirnar maður, vá eru þið ekki að grínast, var gersamlega slegin út af laginu þar, en ég fékk tvennar Joe Boxer náttbuxur og báðar í stærð Large og ég passaði í þær!!! tvennar nærbuxur sömu stærðar og ég passaði í þær líka, tvenn boli, sem ég reyndar passa ekki í alveg strax en það er ekkert of langt í það, og svo fékk ég nýtt golfsett frá mömmu og pabba. Takk kærlega fyrir. Þetta var alveg geggjaður dagur og þakka ég öllum þeim sem komu að honum kærlega fyrir frábæran dag.
Ég kvað að sinni. Takk fyrir mig :þ


VIÐBÓT!!!!
fyrir þá sem vilja sjá myndir af mér fyrir og eftir aðgerð, þá er hægt að skoða þær á facebook síðunni minn, en til að sjá hana verðið þið samt að gera ykkur facebook síðu.... :)
l8z y'all