Lífið í Fjölskyldugarðinum

föstudagur, mars 30, 2007

Fannst vera kominn tími á nýja færslu

úff, ég er alltaf jafn góður að halda svona síðu við, það er nokkuð ljóst. Allavega margt að gerast og margt að breytast hjá mér þessa dagana. Það helsta er nottla það að ég er kominn í prógramið fyrir Maga aðgerðina, engin dagsetning komin enn, enda þarf ég enn að losa mig við nokkur kíló áður en ég fer inn á Reykjalund, vona að það verði komið í log apríl, þó svo að það sé smá stretch. ég er allavega búin að missa c.a. 4 kíló en ég á þó eftir að fara í vigtun aftur.

Nú fer að líða að því að það komi fermingar afmæli hjá árgangi '78 úr Njarðvíkur skóla og er það bara skemmtileg tilhugsun að sýna sig og sjá aðra, margir sem maður hefur ekki séð í mörg mörg ár!

Nú er ég einnig búinn að ákveða að skella mér í frekara nám, og kemur 3 til greina en það er Þroskaþjálfinn, tómstunda- og félagsmála fræði og ef það klikkar þá fer ég í félagsliðabrúna í Borgó. Man ekki eftir fleira í bili. þannig að Ciao!!