Lífið í Fjölskyldugarðinum

sunnudagur, september 09, 2007

tími á nýja færslu

Margt hefur gerst að undaförnu hjá mér. Ég er byrjaður í háskólanum og gengur það alveg sæmilega, mikill heimalærdómur þar. Það styttist alltaf í aðgerðina hjá mér og ég á pantaðann tíma hjá Birni þann 1 okt og þá ætti að koma staðfesting á aðgerðardegi, sem vonandi verður í lok október. Ég er núna búinn að missa rúmlega 30 kíló síðan í desember 2005 og rúm 25 síðan í desember 2006. Ég er líka byrjaður að hrista kroppinn í lífstíl og líkar mér það bara vel. Fékk samt einhverja verstu strengi sem ég hef upplifað á þriðjudaginn eftir að hafa farið í brennslu og styrkingar tíma hjá honum Vikari og jesús hvað ég var búinn í lærunum eftir tímann. Takk fyrir það Vikar :D Alla vega, að þá er næst á dagskrá hjá mér að spjalla við hana Ragnihildi Steinunni í Kastljósinu en þar á bæ eru þau að gera smá skot um aðgerðina og aðdraganda hennar hjá mér og eitthvað verður líka fjallað um hvernig mér gengur eftir aðgerð. Á samt eftir að koma í ljós hvernig þessu verður háttað og hvort af þessu verður. Þangað til næst, L8Z!

p.s. rakst á þennan BMI (body mass index) reiknir... tjekkið á honum og komist að því hvort þið séuð nokkuð farin að gildna um of :D