Lífið í Fjölskyldugarðinum

mánudagur, september 29, 2008

Spinning, himneskt eða helvíti?!?

Fór í fyrsta skipti í spinning á fimmtudag... úff vá shit, það tók vel á og þó svo ég hafi verið að æfa vel undanfarin misseri, ef frá er talið sumarið að þá held ég að ég hafi ekki svitnað jafnmikið um ævina í neinum æfingum, ég var gersamlega að gegnsósa af svita, var svo sveittur að ég soðnaði næstum því á fingrunum. Þetta tekur ekkert smá á, og til þess að geta klárað tímann verð ég aðeins að fara rólegra en hinir, þ.e. ég hjóla á sama tempói og hinir en ég stend ekki eins mikið og aðrir, því líkaminn höndlar það ekki alveg ennþá.
Allavega mér gengur bara asskoti vel í áskorenda keppninni og er núna búinn að missa rúm 3 kíló, er kominn niður úr 116,6 í 113,2. Shit er alveg að fara að detta undir 110 kílóin, sé það bara í hillingum þarna hinum megin við hæðina :D .
Alla vega ég fór aftur í spinning í dag og ég er að ég held bara að verða hooked á þessu helvíti, þetta er nett skemmtilegt og tekur vel á... takmarkið hjá mér núna er að geta hjólað heilann tíma hjá Vikari eins og maður á að gera þ.e. ekki bara sitja á rassinum og hjóla heldur hendar sér svona til og frá allann tímann. Verð ekkert smá ánægður þegar það tekst og það skal takast áður en desember er úti.
kveð í bili

4 Comments:

At 29 september, 2008 22:51, Blogger Unknown said...

Þú verður fljótur að hverfa með spinning. Flott hjá þér að halda áfram svona góðum æfingum, það eru margir sem mættu taka þig til fyrirmyndar.

Áfram þú!

 
At 30 september, 2008 22:12, Blogger BigJohn said...

Takk fyrir það elskan... það sama má segja um þig :D Gangi þér vel í ferlinu

 
At 02 október, 2008 00:52, Anonymous Nafnlaus said...

Spinning er æði..... og þú verður fljótur að missa nokkur kg þar. og svo er þetta bara svo helv. skemmtilegt

 
At 02 október, 2008 02:50, Blogger BigJohn said...

cm og kílóin farin að fjúka, nú þarf bara að losna við fituprósentuna... óska eftir skyndilausnum til þess að höggva í hana :D haha

 

Skrifa ummæli

<< Home