Lífið í Fjölskyldugarðinum

fimmtudagur, október 23, 2008

smá fréttir

Djöfull var ég ánægður þegar ég steig á vigtina í dag... hún sýndi slétta 110.0 boy oh boy, ekki nema 15 kíló í takmarkið, og ég skal vera kominn undir þriggja stafa töluna fyrir árámót og helst fyrir þann 12 des, veit að það er samt að biðja um mikið... en hver veit með þessu áframhaldi get ég náð því. Verslaði mér fleiri föt í gær, verðlaunaði mig meira fyrir góðan árangur :D fékk mér þessa fínu íþróttabuxur frá Nike og mér fannst geðveikt að fá þær í stærð Large... ég hef alltaf verið í stærð XL og alveg uppí XXXL frá þeim þannig að þetta var æðisleg tilfinning. Anyways er að spá í að fá mér einkaþjálfara og herða enn meira á þjálfuninni til að klára þennan pakka og líka til þess að fá svona markvissara æfingarprógram.
Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér í þessari viku, vinna til 12 öll kvöld, hellings lærdómur og æfingar. Í ofanálagt gaf ég kost á mér í starfsmannafélag smfr og var kosinn þar inn. Þannig að það bætast við þetta allt saman fundir og fleiri skemmtilegheit :D
jæja læt þetta duga í bili... L8z y'all

3 Comments:

At 28 október, 2008 16:25, Anonymous Nafnlaus said...

Vildi bara senda þér smá baráttukveðjur.. Go Óli Go ;)

 
At 28 október, 2008 19:34, Blogger BigJohn said...

Takk fyrir það elskan :D

 
At 01 nóvember, 2008 00:04, Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekkert smá stolt af stráknum...

Enginn smá árangur. Til hamingju með þetta.

 

Skrifa ummæli

<< Home