Lífið í Fjölskyldugarðinum

fimmtudagur, október 23, 2008

smá fréttir

Djöfull var ég ánægður þegar ég steig á vigtina í dag... hún sýndi slétta 110.0 boy oh boy, ekki nema 15 kíló í takmarkið, og ég skal vera kominn undir þriggja stafa töluna fyrir árámót og helst fyrir þann 12 des, veit að það er samt að biðja um mikið... en hver veit með þessu áframhaldi get ég náð því. Verslaði mér fleiri föt í gær, verðlaunaði mig meira fyrir góðan árangur :D fékk mér þessa fínu íþróttabuxur frá Nike og mér fannst geðveikt að fá þær í stærð Large... ég hef alltaf verið í stærð XL og alveg uppí XXXL frá þeim þannig að þetta var æðisleg tilfinning. Anyways er að spá í að fá mér einkaþjálfara og herða enn meira á þjálfuninni til að klára þennan pakka og líka til þess að fá svona markvissara æfingarprógram.
Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér í þessari viku, vinna til 12 öll kvöld, hellings lærdómur og æfingar. Í ofanálagt gaf ég kost á mér í starfsmannafélag smfr og var kosinn þar inn. Þannig að það bætast við þetta allt saman fundir og fleiri skemmtilegheit :D
jæja læt þetta duga í bili... L8z y'all

föstudagur, október 17, 2008

Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag!!!!!

Já var bara að fatta það að ég á árs afmæli í dag... á þessum tíma fyrir ári síðan var ég 161 kíló og nýbúinn í magahjáveituaðgerðinni. Í dag ári seinna eru farin 49 kíló og samtals 80 kíló frá því ég hóf ferlið. ég stend núna í rétt tæpum 112 kílóum og ég varla man hvenar ég var svo léttur... líklegast um það leiti sem ég átti að vera að fermast... Ég veit að ég hef mikið skrifað og talað um árangurinn hjá mér, en ég verð bara að viðurkenna það að ég er ekkert smá stoltur af sjálfum mér...

En allavega hef þetta ekki lengra í bili er að fara í amælispartý hjá honum Magna.. sannkallað pulsupartí þar á ferð.

Að lokum vil ég þakka allann þann stuðning og velvild hjá allri fjölskyldu minni og ættingjum og ekki síður vinum mínum. Þið hafið verið mér ómetanleg þennan tíma frá því að ég hóf þetta ferli allt saman. Knús til ykkar allra.

Kv. Óli væmni :D

þriðjudagur, október 14, 2008

Af freistingum

já nú er minn ánægður vantar ekki nema 3 kíló til að vera kominn undir 110 kíló og þá verður enn einn tugurinn að baki.. hlakka mikið til. Fór á Landsann í gær til að hitta Björn Geir skurðlækni, svövu næringarfræðing og hana jöru hjúkrunarfræðing. Ég kom bara vel útúr öllum blóðprufum og allt er á réttri leið. Björn vill samt að ég skafi af mér sem nemur 14 kílóum fyrir áramót, og ætla ég mér að ná þeim áfanga engin spurning.

Það er alveg merkilegt samt hvað maður gerir sér grein fyrir því að þó þessi aðgerð, eins mikil breyting og hún er hvað maður á auðvelt með að lenda í sama fari og maður var í fyrir aðgerðina, og það er ótrúlegt að maður skuli leyfa sér að gera vissa hluti sem að maður hélt að væru búnir að skilja við mann, en þeir eru það svo sannarlega ekki. Ekkert frekar en að alkahólistinn losnar við fíkn sína, að þá á ég ótrúlega erfitt að losna við súkkulaði fíknina mína og er ég í stanslausri baráttu við sjálfann mig um það að standast freistingarnar þegar þær eru innan seilingar. Því miður hef ég nokkrum sinnum fallist í freistingarnar og hefur það hægt aðeins á ferlinu, en sem betur fer að þá er þetta ekki ónýtt þó ég falli einu sinni eða tvisvar, en ef það kemur mikið oftar fyrir að þá þarf ég virkilega að fara að passa mig :S ... En ég gat losað mig undan fíkninni strax eftir aðgerð og mér skal takast það aftur. Þetta er spurning um viljastyrk og ég get ekki lengur platað sjálfann mig þó svo ég hafi haft viljann til þess að ganga í gegnum aðgerðina og það ferli, þá hefur mig undanfarið skort viljann og hugrekkið til þess að segja nei við sjálfann mig þegar að ég hef verið innan um ákveðið sælgæti. Ég verð að vera sterkur og ákveðinn, því að ég vil alls ekki missa það sem ég hef fengið eftir að hafa farið í gegnum þetta ferli. Fokk it ég er búinn að missa um 78-79 kíló ég er farinn að kaupa peysur og boli í stærð large og meira segja í medium, ég hélt ég myndi aldrei gera það, samt á ég núna 2 boli í stærð medium og eina peysu :D og það var sko ekkert smá gaman að þurfa fara 2x fram til að fá minni boli þegar ég sá að xl og l bolirnir og peysan var bara allt of stór ;). Læt þetta duga í bili af sálarkreppu :)

Ég er að fá launahækkun í næsta mánuði, græt það ekki á þessu síðustu og verstu tímum, og ég fæ meira að segja leiðréttingu frá og með 1 júní, þar sem að þetta er hækkun vegna 3 ára starfsaldurs :D
Já og meðan ég man, ef Herra Hafnarfjörður er enn opin að þá mæli ég með að fólk kíki þangað inn, ég eyddi 35þús þar fyrir helgi og verslaði mér gallabuxur, peysu, tvennar skyrtur, ermahnappa og jakkaföt á þessu líka gjafaverði, bara jakkafötin áttu að kosta 37þús og skyrturnar 18!!!

Jæja hripa eitthvað meira seinna, góða viku allir saman.

þriðjudagur, október 07, 2008

eitthvað bleh

Já góðir hálsar, helgin var virkilega ljúf og góð. Mér tókst með ágætum að vera minna edrú en ég hafði ráðgert í risa staffapartýi ársins. Það var 70's og 80's þema og vá hvað fólk var í awesome búningum. Ég lét mitt ekki eftir liggja og var cheezy John Travolta lookalike hvítu jakkafötin og alles, plús þessi líka forláta kolla sem ég hafð nælt mér í :D Takk allir fyrir geggjað partý :D

Að öðru, ég fór í spinning í dag hjá Kristjönu og ég var ekkert smá ánægður með sjálfann mig þar sem að ég kláraði allann tímann á fullu :D nú á ég bara eftir að klára heilann tíma hjá Vikari á fullu og það verður fljótlega skal ég segja ykkur. Í tilefni af þessu fór ég og verslaði mér nýjan bol og lo and behold hann var í stærð MEDIUM! merkilegt hvað það getur haft geðveikt jákvæð áhrif á mann... Alla vega búinn með minn skammt í bili, þangað til næst ciao!

sunnudagur, október 05, 2008

einhver sona listi... dæmi... eitthvað

Ákvað það á sínum tíma að ég myndi aldrei koma með sona blogg færslur en hlutir breytast og þar sem að ég var víst klukkaður af Sigrúnu... að þá læt ég þetta bara flakka.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

 • Slippurinn
 • Pizza 67
 • Sigurjóns bakarí
 • Lyngmói/ragnarssel/heiðarholt

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

 • Donnie Darko
 • Dazed n' confused
 • Crash
 • Superbad

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

 • Lækjargata 18 hfj
 • Njarðvíkurbraut 23
 • Pornville (hafnargata 49)
 • Suðurbraut 760

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

 • Big Bang Theory
 • Battlestar Galactica
 • Dexter
 • Chuck

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

 • Kaupmannahöfn
 • London
 • Haifa
 • Lissabon

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):

 • Facebook
 • hi.is
 • Youtube.com
 • wikipedia

Fernt matarkyns sem ég held uppá:

 • Mexikanst lasagna
 • kjúklinga pasta með piparosta sósu
 • Babyback Ribs
 • allur matur sem að Magni eldar handa mér :D

Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:

 • Star wars skáldsögur
 • Anansi boys eftir Gaiman
 • Song of fire and Ice serían
 • discworld

Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:

 • New York
 • Asíu
 • Boston
 • Köben

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

úff nú verður þetta erfitt

 • Olga
 • Hafdís
 • Karen
 • og einhver einn í viðbót

fimmtudagur, október 02, 2008

tvær vikur af tólf búnar

Jæja önnur mælingin í áskorenda keppninni fór fram í kveld og ég er bara þokkalega sáttur með útkomuna, búinn að missa 2,8 kíló, og ca 10 cm samtals af fjórum svæðum sem voru mæld, auk einhvera komma af fituprósentunni... Vikar var samt ekki alveg nógu sáttur með fitprósentuna, þannig að ég þarf að herða mig á... passa mataræðið ennfrekar og leggja harðar af mér í tímum. Ef það er það sem þarf til að ég vinni þetta helvíti þá geri ég það andskotinn hafi það. Þessi keppni verður mín. Hef þetta ekki lengra í bili, læt fylgja með uppskrift að eðal skyrboozti sem ég er fíla í botn þessa dagana.

1/2 dolla skyr.is m/vanillu (250 gr)
skvetta af fjörmjólk
lúkufylli af frosnum blönduðum berjum
lúkufylli af frosnum jarðaberjum
1 frosinn banani
lúkufylli af vínberjum
klakar eftir smekk

öllu skellt í blender og smassað saman í ljúfengan shake
geðveikt gott