Lífið í Fjölskyldugarðinum

þriðjudagur, október 14, 2008

Af freistingum

já nú er minn ánægður vantar ekki nema 3 kíló til að vera kominn undir 110 kíló og þá verður enn einn tugurinn að baki.. hlakka mikið til. Fór á Landsann í gær til að hitta Björn Geir skurðlækni, svövu næringarfræðing og hana jöru hjúkrunarfræðing. Ég kom bara vel útúr öllum blóðprufum og allt er á réttri leið. Björn vill samt að ég skafi af mér sem nemur 14 kílóum fyrir áramót, og ætla ég mér að ná þeim áfanga engin spurning.

Það er alveg merkilegt samt hvað maður gerir sér grein fyrir því að þó þessi aðgerð, eins mikil breyting og hún er hvað maður á auðvelt með að lenda í sama fari og maður var í fyrir aðgerðina, og það er ótrúlegt að maður skuli leyfa sér að gera vissa hluti sem að maður hélt að væru búnir að skilja við mann, en þeir eru það svo sannarlega ekki. Ekkert frekar en að alkahólistinn losnar við fíkn sína, að þá á ég ótrúlega erfitt að losna við súkkulaði fíknina mína og er ég í stanslausri baráttu við sjálfann mig um það að standast freistingarnar þegar þær eru innan seilingar. Því miður hef ég nokkrum sinnum fallist í freistingarnar og hefur það hægt aðeins á ferlinu, en sem betur fer að þá er þetta ekki ónýtt þó ég falli einu sinni eða tvisvar, en ef það kemur mikið oftar fyrir að þá þarf ég virkilega að fara að passa mig :S ... En ég gat losað mig undan fíkninni strax eftir aðgerð og mér skal takast það aftur. Þetta er spurning um viljastyrk og ég get ekki lengur platað sjálfann mig þó svo ég hafi haft viljann til þess að ganga í gegnum aðgerðina og það ferli, þá hefur mig undanfarið skort viljann og hugrekkið til þess að segja nei við sjálfann mig þegar að ég hef verið innan um ákveðið sælgæti. Ég verð að vera sterkur og ákveðinn, því að ég vil alls ekki missa það sem ég hef fengið eftir að hafa farið í gegnum þetta ferli. Fokk it ég er búinn að missa um 78-79 kíló ég er farinn að kaupa peysur og boli í stærð large og meira segja í medium, ég hélt ég myndi aldrei gera það, samt á ég núna 2 boli í stærð medium og eina peysu :D og það var sko ekkert smá gaman að þurfa fara 2x fram til að fá minni boli þegar ég sá að xl og l bolirnir og peysan var bara allt of stór ;). Læt þetta duga í bili af sálarkreppu :)

Ég er að fá launahækkun í næsta mánuði, græt það ekki á þessu síðustu og verstu tímum, og ég fæ meira að segja leiðréttingu frá og með 1 júní, þar sem að þetta er hækkun vegna 3 ára starfsaldurs :D
Já og meðan ég man, ef Herra Hafnarfjörður er enn opin að þá mæli ég með að fólk kíki þangað inn, ég eyddi 35þús þar fyrir helgi og verslaði mér gallabuxur, peysu, tvennar skyrtur, ermahnappa og jakkaföt á þessu líka gjafaverði, bara jakkafötin áttu að kosta 37þús og skyrturnar 18!!!

Jæja hripa eitthvað meira seinna, góða viku allir saman.

4 Comments:

At 16 október, 2008 22:58, Blogger Hafdís said...

Kallinn verður heldur betur flottur í tauinu :)

En frábært hvað allt kom vel út úr rannsóknunum, nú heldurðu bara ótrauður áfram. Áfram þú!

 
At 17 október, 2008 08:16, Blogger BigJohn said...

taak fyrir það, fékk að vísu símtal frá Jöru á landsanum og hún var ekki sát við D-vítamínið hjá mér, hef lækkkað þar og mátti ég alls ekki við því, en maður deyr svo sem ekkert ráðalaus, nú er ég byrjaður að drekka lýsið og kominn með D 400 töflur og þær eru bara bruddar eins og sælgæti :D

 
At 17 október, 2008 10:54, Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert ótrúlega duglegur, ótrúlega gaman að sjá hvað þú hefur misst mörg kg! Vildi annars bara kvitta og segja að ég kíki stundum hingað :)
Hjördís Hrund (sem var að vinna með þér á Lyngmóanum :))

 
At 17 október, 2008 11:54, Blogger BigJohn said...

hæ hæ Hjördís gaman að sjá þig... verðum að fara að hittast... er ekki búnað sjá þig í að verða ár stelpa... ekki gott ;D verðum að redda þvi við tækifæri ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home