Lífið í Fjölskyldugarðinum

mánudagur, janúar 30, 2006

Addi segir að hugtakið aldur hafi verið fundið upp af ríkinu, en til hvers? Til þess að halda aftur af manni, eða til þess að fá mann til þess að eyða um efni fram, af því að maður hefur ekki tíma til að spá í því hvort maður hafi yfir höfuð efni á því sem maður var að versla sér, hvort sem það er geisladiskur, nú eða peysa eða eins og í mínu tilfelli bíl. Ég er sem sagt búnað komast að því að maður er virkilega "fatlaður" ef maður hefur átt bil og svo skyndilega á maður ekki bíl lengur. Þá getur maður ekki lengur bara allt í einu ákveðið að skella sér í svona eins og eina bæjarferð ja nú eða skreppa upp í bústað eða hreinlega bara farið í vinnu, sérstaklega ef maður býr í keflavík og þarf að komast upp á stafnes til að komast í vinnuna. Þannig að ég ætla að kaupa mér bíl og helst í gær, hef verið að skoða markaðina og hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé hreinlega mjög erfitt að fá sæmilega nýlegan bíl, sem er vel með farin og kostar ekki mikið meira en 700þús helst samt í kringum 500þús, nema hann sé farinn að ryðga, dældaður og jafnvel lakk skemmdir á honum. En svona er nú Ísland í dag, er samt enn að bíða eftir svari frá mági hans jómba sem hugsanlega getur selt mér nýlegan bíl frekar ódýrt, vona að það geti orðið. Allavega veit ekkert um það hvað ég var byrjaður að skrifa um eða afhverju, fannst ég bara þurfa að henda frá mér þessum hugsunum. l8z everybody ætla að fara að skrúbba gólfið í Lyngmóanum þar sem ég er að vinna núna.

laugardagur, janúar 28, 2006

28 ára.... jíses hvað mér fannst allir vera orðnir gamlir þegar þeir voru orðnir 28 ára, en það var náttúrulega áður en ég náði þeim aldri. Mér finnst ég ekkert vera orðinn gamall, mér finnst ennþá gaman að gera sömu hluti og mér fundust skemmtilegir þegar ég var 15 ára, svakalega hlýt ég að varðveita barnið í mér vel...eða er ég kannski bara barnalegur að fíla það að hanga með strákunum langt fram eftir öllum kvöldum að þykjast vera einhver goðsagna kennd persóna sem aldrei hefur verið til og verður aldrei til? Að fíla myndir sem fjalla um unglinga sem eru 10 -15 árum yngri en ég?
Æi ég veit það ekki, ég ætla bara að fara og halda áfram að fíla þetta samt... allavega næstu mánuðina, sé svo til efftir það.

föstudagur, janúar 27, 2006

úff hvað það getur verið erfitt að vera ég ;) sérstaklega þegar maður vaknar eftir næturvakt ca. tveimur tímum eftir að maður sofnar eftir hana, þá fíla ég ekkert að vera ég. Merkilegt hvað svefn getur gert fyrir mann og einnig gert mann úrillann. Eins og núna, mér líður eins og trukkur hafi valtað yfir mig og ég get sagt ykkur það að það er ekki fallegt né þægilegt. Vildi ég ætti mynd til að sýna ykkur það, en ég er bara of feimin til að sýna hana.

Merkilegt hvað það að eiga ekki starfshæfan bíl lamar mann stundum, ég ætlaði mér að vera farinn á allavega einn fund hjá OA en það hefur ekkert gengið eftir að ég missti scarlett *snökt*! En svona er það, ég stefni á að fá mér nýjan bíl í næstu viku. jæja það þýðir ekkert að hella úr skálum svekkelsis yfir scarlett eða þá því að ég hafi ekki sofið nema 2 tíma eftir næturvaktina, ég verð bara að reyna að halda áfram að sofa. Góða nótt

fimmtudagur, janúar 26, 2006

já þá er mar vaknaður eftir næturvaktina. Fór í blóðprufuna í morgun, fékk svo tíma á þriðjudaginn í næstu viku hjá Brynleifi og þá kemur vonandi margt í ljós t.d hvort ég sé með sykursýki og/eða skjaldkirtils truflanir eða ekki verður bara gaman að sjá hvað verður.

jæja önnur tilraun með blogg

Þá er ég officially byrjaður aftur að blogga, átti þarna síðu fyrir mörgum árum en þá gekk frekar illa að skrifa inn og gera nokkur skapaðann hlut á þetta, en í dag eru breyttir tímar og þetta er búið að "dummyproofa" þannig að´meira að segja ég get gert blogg.

En stærsta ástæðan fyrir því að ég er að byrja að blogga er sú að nú skal taka lífið föstum skorðum og taka aðeins til í skápum lífsins. Ég fór til læknis í gærmorgun og byrjaði ferlið sem endar á því að ég verð grannur og flottari. Ég sem sagt fór og hitti Dr. Brynleif með það í huga að koma mér í magaminnkun og garnahjáveitu. Minns fer svo í blóðprufu á eftir og spjalla svo við Brynleif í næstu viku, vonandi!! Og já blóðprufan er ekkert slor, það á bara að leita að öllu sem tengist offitu, þ.e. efnaskipti, blóðsykur og bara allt það eru einhver 30+ atriði sem skal athuga í blóðprufunni, reikna með að ég þurfi blóðgjöf eftir alla blóðtökuna ;D.

Í næstu viku er svo stefnan tekin á OA fund (
http://www.oa.is/), nánar tiltekið á mánudaginn, því að ég veit að þó svo að ég komist í aðgerðina og hún heppnist fullkomlega, er hún í raun stórt tækifæri til þess að koma mér af stað í að létta mig, en til þess að nýta tækifærið að fullu þarf ég að ná stjórn á matarr"æðinu", og OA er nauðsynlegur partur af því ferli.

En að öðrum og "alvarlegri" hlutum!!!! Scarlett Johansson dó um helgina, eftir mikil veikindi og ekki nægrar umhyggju dó hún Scarlett mín á sunnudagsmorgun rétt fyrir kl 8:00 Útför hennar fer fram í kyrrþey um leið og búið verður að afskrá hana aog leggja númerplöturnar inn.
Scarlett, þín verður sárt saknað af öllum íbúum fjölskyldugarðsins ( formerly known as pornville) núverandi og fyrrverandi. Þína skál !!! hurra hurra hurra!!!