Lífið í Fjölskyldugarðinum

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Damn the man

Var að fá símtal frá Toyota áðan... fæ ekki bílinn minn á fimmtudag vegna galla sem fannst í einhverjum einum yaris bíl, þannig að allir bílar sem ekki voru farnir frá þýskalandi þar sem að gallinn fannst (minnir mig að hann hafi sagt, gæti þess vegna verið tokyó) voru innkallaðir til þess að skipta um skynjara í hliðarloftpúðagardínum, þannig að ég verð að bíða lengur eftir að ég fái bílinn :'( En ég fæ þó annan bíl á meðan frá toyota, þannig að ég verði ekki alveg bíllaus á meðan, vona bara að taki nú fljótt af og að þeir verði fljótir að skipta þessum skynjurum út. Seinna allir.

Bún'að fá bíl til afnota þangað til Yarisinn kemur og var mér lánaður þessi svaka fíni rav4 og ég er farinn að velta því fyrir mér hvort ég eigi bara ekki að kaupa hann í staðinn ;) En hann er líka aðeins dýrari en yarisinn helvíti fínn kaggi sko. kostar rétt tæpar 2,2 millur og þetta er ekki einu sinni nýr bíll, hann er 2 ára gamall ;) en allavega ég er farinn að rúnta og vinna.

laugardagur, febrúar 18, 2006

Bíllinn minn, ég elska bílinn minn

Já undur og stórmerki hafa gerst, Óli er búnað kaupa sér nýjan bíl beint úr kassanum og fyrir valinu varð þessi forláta nýi Yaris Dökkgrænn á lit. Fæ hann samt ekki fyrr en á fimmtudag, sem er nottla fínt, en betra hefði verið að fá hann í gær, því mig vantar enn að redda mér í sandgerði á mánudag og þriðjudag, þannig að hver sá sem er á leið þangað uppúr 5 má endilega pikka mig með sér..... Hlynur ég er soldið að horfa á þig ;).
Ég er kominn á biðlistann fyrir dvöl á Reykjalundi og nú þarf maður bara að bíða og vera þolinmóður og vona að maður komist inn sem fyrst. Fékk að vita það að ég kemst ekki í svefnrannsókn fyrr en um páskana, það verður víst bara að hafa það. alla vega skrifa meira seinna þegar ég nenni því.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Já, það er orðið soldið síðan ég bloggaði, enda fannst mér ekkert spennandi vera búið að gerast hjá mér undanfarna daga og mér finnst það ekki enn, en ég má nú samt til með að leyfa fólki aðeins að sjá að ég er ekki búinn að gleyna þessu. Fór á OA fund um daginn og ég hef verið að reyna að halda mér í fráhaldi en shit hvað það er erfitt, ekki bara að það að borða minna í einu og bara einu sinni á diskinn, heldur líka það að muna eftir því að borða, og það skiptir alveg höfuðmáli að borða því einhversstaðar verð ég að fá orku til þess að halda þetta allt saman út. Helstu fréttir af mér eru samt kannski þær að ég hef verið að bryðja bólgueyðandi undafarið útaf bakinu á mér, er búinn að vera að sálast í bakinu og skil ég ekki alveg hvað er að gerast með það, vona samt að þetta fari nú allt saman að koma hjá mér ;) alla vega adios í bili, set vonandi eitthvað skemmtilegt um mig um helgina. L8Z Y'all

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Já ég fór til læknis í dag og fékk niðurstöðurnar úr blóðprufunni, allt í þessu fína hjá mér, engin sykursýki, kólesteról flott, en þó komumst við að því að ég er með vanstarfsemi í skjaldkirtli, þanniig að minns var bara settur á Levoxin og á ég að mæta aftur eftir 2 vikur í aðra blóðprufu og sjá hvað er að ske. Einnig var send beiðni fyrir mig svo ég komist í svefnmælingu, sona til að staðfesta það að ég sé með kæfisvefn. Vona að það verði bara á næstu dögum. Ég fór einnig á fyrsta OA fundinn minn á mánudag og líkaði mér það bara ágætlega, þetta var soldill sona "eyeopener" fyrir mann, gott að sjá og heyra að maður er ekki bara einn um þennan viðbjóð sem hömlulaust ofát er. Kom mér samt á óvart hversu mikið af grönnu og í raun "fit" einstaklingum var þarna hélt að það væru bara bollur eins og ég sem ættu í þessum vanda en svo er nú aldeilis ekki. Ég mæli líka með að allir fari inn á www.OA.is og taki þar sjálfsprófið. Það er soldið magnaður skítur, mér brá yfir mínum úrlausnum átti ekki von á svona útkomu. En það styrkti mig bara í þeirri trú að maður sigrast ekki á offitunni nema með mikilli aðstoð og OA geta vonadi veitt mér hana.