Lífið í Fjölskyldugarðinum

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Já, það er orðið soldið síðan ég bloggaði, enda fannst mér ekkert spennandi vera búið að gerast hjá mér undanfarna daga og mér finnst það ekki enn, en ég má nú samt til með að leyfa fólki aðeins að sjá að ég er ekki búinn að gleyna þessu. Fór á OA fund um daginn og ég hef verið að reyna að halda mér í fráhaldi en shit hvað það er erfitt, ekki bara að það að borða minna í einu og bara einu sinni á diskinn, heldur líka það að muna eftir því að borða, og það skiptir alveg höfuðmáli að borða því einhversstaðar verð ég að fá orku til þess að halda þetta allt saman út. Helstu fréttir af mér eru samt kannski þær að ég hef verið að bryðja bólgueyðandi undafarið útaf bakinu á mér, er búinn að vera að sálast í bakinu og skil ég ekki alveg hvað er að gerast með það, vona samt að þetta fari nú allt saman að koma hjá mér ;) alla vega adios í bili, set vonandi eitthvað skemmtilegt um mig um helgina. L8Z Y'all

1 Comments:

At 13 febrúar, 2006 21:56, Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir ummælin, hlakka til að hitta alla aftur þegar ég kemst heim eftir tvær vikur. Skjáumst seinna.

 

Skrifa ummæli

<< Home