Lífið í Fjölskyldugarðinum

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Já ég fór til læknis í dag og fékk niðurstöðurnar úr blóðprufunni, allt í þessu fína hjá mér, engin sykursýki, kólesteról flott, en þó komumst við að því að ég er með vanstarfsemi í skjaldkirtli, þanniig að minns var bara settur á Levoxin og á ég að mæta aftur eftir 2 vikur í aðra blóðprufu og sjá hvað er að ske. Einnig var send beiðni fyrir mig svo ég komist í svefnmælingu, sona til að staðfesta það að ég sé með kæfisvefn. Vona að það verði bara á næstu dögum. Ég fór einnig á fyrsta OA fundinn minn á mánudag og líkaði mér það bara ágætlega, þetta var soldill sona "eyeopener" fyrir mann, gott að sjá og heyra að maður er ekki bara einn um þennan viðbjóð sem hömlulaust ofát er. Kom mér samt á óvart hversu mikið af grönnu og í raun "fit" einstaklingum var þarna hélt að það væru bara bollur eins og ég sem ættu í þessum vanda en svo er nú aldeilis ekki. Ég mæli líka með að allir fari inn á www.OA.is og taki þar sjálfsprófið. Það er soldið magnaður skítur, mér brá yfir mínum úrlausnum átti ekki von á svona útkomu. En það styrkti mig bara í þeirri trú að maður sigrast ekki á offitunni nema með mikilli aðstoð og OA geta vonadi veitt mér hana.

3 Comments:

At 02 febrúar, 2006 22:43, Anonymous Nafnlaus said...

Elsku besti astarhnodinn minn. Eg sakna tin og oska ter alls tess besta. Eg mun stydja tig i ollu sem sem u munt gera. Eg er bara ad drekka nokkra bjora og hef tad gott.

 
At 03 febrúar, 2006 01:10, Blogger BigJohn said...

það er hægt að gera margt vitlausara en að kíkja á fund, eins og til dæmis að vonast til þess að scarlett lifni við aftur og geti nýst mér í ca. ár í viðbót
... oh well það er alltaf hægt að óska sér...

 
At 08 febrúar, 2006 20:22, Anonymous Nafnlaus said...

Blessaður.... mikið rosalega er ég stolt af þér að gera þetta....

úff ég get bara ekki lýst því hvað ég er stolt :D

Þú færð mínar baráttukveðjur :D

Kveðja Magga 67 félagi

 

Skrifa ummæli

<< Home