Lífið í Fjölskyldugarðinum

föstudagur, janúar 27, 2006

úff hvað það getur verið erfitt að vera ég ;) sérstaklega þegar maður vaknar eftir næturvakt ca. tveimur tímum eftir að maður sofnar eftir hana, þá fíla ég ekkert að vera ég. Merkilegt hvað svefn getur gert fyrir mann og einnig gert mann úrillann. Eins og núna, mér líður eins og trukkur hafi valtað yfir mig og ég get sagt ykkur það að það er ekki fallegt né þægilegt. Vildi ég ætti mynd til að sýna ykkur það, en ég er bara of feimin til að sýna hana.

Merkilegt hvað það að eiga ekki starfshæfan bíl lamar mann stundum, ég ætlaði mér að vera farinn á allavega einn fund hjá OA en það hefur ekkert gengið eftir að ég missti scarlett *snökt*! En svona er það, ég stefni á að fá mér nýjan bíl í næstu viku. jæja það þýðir ekkert að hella úr skálum svekkelsis yfir scarlett eða þá því að ég hafi ekki sofið nema 2 tíma eftir næturvaktina, ég verð bara að reyna að halda áfram að sofa. Góða nótt

1 Comments:

At 27 janúar, 2006 18:37, Blogger BigJohn said...

merkilegt samt hvað maður vill alltaf sofa fleiri klukkutíma á daginn en á næturnar.

 

Skrifa ummæli

<< Home