Addi segir að hugtakið aldur hafi verið fundið upp af ríkinu, en til hvers? Til þess að halda aftur af manni, eða til þess að fá mann til þess að eyða um efni fram, af því að maður hefur ekki tíma til að spá í því hvort maður hafi yfir höfuð efni á því sem maður var að versla sér, hvort sem það er geisladiskur, nú eða peysa eða eins og í mínu tilfelli bíl. Ég er sem sagt búnað komast að því að maður er virkilega "fatlaður" ef maður hefur átt bil og svo skyndilega á maður ekki bíl lengur. Þá getur maður ekki lengur bara allt í einu ákveðið að skella sér í svona eins og eina bæjarferð ja nú eða skreppa upp í bústað eða hreinlega bara farið í vinnu, sérstaklega ef maður býr í keflavík og þarf að komast upp á stafnes til að komast í vinnuna. Þannig að ég ætla að kaupa mér bíl og helst í gær, hef verið að skoða markaðina og hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé hreinlega mjög erfitt að fá sæmilega nýlegan bíl, sem er vel með farin og kostar ekki mikið meira en 700þús helst samt í kringum 500þús, nema hann sé farinn að ryðga, dældaður og jafnvel lakk skemmdir á honum. En svona er nú Ísland í dag, er samt enn að bíða eftir svari frá mági hans jómba sem hugsanlega getur selt mér nýlegan bíl frekar ódýrt, vona að það geti orðið. Allavega veit ekkert um það hvað ég var byrjaður að skrifa um eða afhverju, fannst ég bara þurfa að henda frá mér þessum hugsunum. l8z everybody ætla að fara að skrúbba gólfið í Lyngmóanum þar sem ég er að vinna núna.
4 Comments:
amm láttu mig vita hvernig það fer
sæll venur!
Hei, spelar þú Fifa06?
Tournament?
Kv, Jet
ég myndi spila Fifa 06 ef ég ætti hann, og ég er alveg til í tournament
:)
t.d. í U.S.A. þegar þú máttu fara í stríð en ekki drekka alkahól. Hér á Íslandi man ekki alveg hvort maður verður fjárráða 16 eða 18 en mátt samt ekki ekki fara í ríkið fyrr en 20 en færð samt bílpróf 17. Svo ég segi að aldur hafi verið fundin upp til þess að banna okkur vissa hluti og leyfa aðra. T.d. aldur segir ekki til neitt um þroska eða eitthvað álíka. Sumir geta verið 30 og hafa sama þroska og 12 ára en hann hefur meirri rétt til að gera hluti sem kanski 16 ára drengur sem hefur þroska við 30 ára mann. Ég veit að það er ekki hægt að mæla þroska bara aldur. Það sem ég er meina með þessu er hvað er aldur að mæla? Það mælir ekki eins og t.d. meter og hann er ekki nærrum því jafn nákvæmur. T.d. ef við fylgjumst með aldrinum getum við séð þá hvenær við deyjum? Svo hvað er aldur annað en það meðatal sem ríkið ákveður hvenær við erum nógu gömul til þess að leyfa okkur vissa hluti. Þess vegna tel ég ríkið hafa búið til aldur. That´s at least my one dollar
Skrifa ummæli
<< Home