Lífið í Fjölskyldugarðinum

fimmtudagur, janúar 26, 2006

jæja önnur tilraun með blogg

Þá er ég officially byrjaður aftur að blogga, átti þarna síðu fyrir mörgum árum en þá gekk frekar illa að skrifa inn og gera nokkur skapaðann hlut á þetta, en í dag eru breyttir tímar og þetta er búið að "dummyproofa" þannig að´meira að segja ég get gert blogg.

En stærsta ástæðan fyrir því að ég er að byrja að blogga er sú að nú skal taka lífið föstum skorðum og taka aðeins til í skápum lífsins. Ég fór til læknis í gærmorgun og byrjaði ferlið sem endar á því að ég verð grannur og flottari. Ég sem sagt fór og hitti Dr. Brynleif með það í huga að koma mér í magaminnkun og garnahjáveitu. Minns fer svo í blóðprufu á eftir og spjalla svo við Brynleif í næstu viku, vonandi!! Og já blóðprufan er ekkert slor, það á bara að leita að öllu sem tengist offitu, þ.e. efnaskipti, blóðsykur og bara allt það eru einhver 30+ atriði sem skal athuga í blóðprufunni, reikna með að ég þurfi blóðgjöf eftir alla blóðtökuna ;D.

Í næstu viku er svo stefnan tekin á OA fund (
http://www.oa.is/), nánar tiltekið á mánudaginn, því að ég veit að þó svo að ég komist í aðgerðina og hún heppnist fullkomlega, er hún í raun stórt tækifæri til þess að koma mér af stað í að létta mig, en til þess að nýta tækifærið að fullu þarf ég að ná stjórn á matarr"æðinu", og OA er nauðsynlegur partur af því ferli.

En að öðrum og "alvarlegri" hlutum!!!! Scarlett Johansson dó um helgina, eftir mikil veikindi og ekki nægrar umhyggju dó hún Scarlett mín á sunnudagsmorgun rétt fyrir kl 8:00 Útför hennar fer fram í kyrrþey um leið og búið verður að afskrá hana aog leggja númerplöturnar inn.
Scarlett, þín verður sárt saknað af öllum íbúum fjölskyldugarðsins ( formerly known as pornville) núverandi og fyrrverandi. Þína skál !!! hurra hurra hurra!!!

5 Comments:

At 26 janúar, 2006 12:48, Blogger Thor Magnusson said...

Til hamingju með þetta Óli minn! Mér líst vel á þetta og vona að þetta gangi allt vel.

Svo styttist í Vampire session. Þú verður samt að hafa þig hægan þar, ég vil ekki að þú sért alltaf að "losa" mig við flottu NPC-ana.

 
At 26 janúar, 2006 13:00, Anonymous Nafnlaus said...

Góður Óli! stoltur af þér. samhryggist með Scarlet:(

 
At 26 janúar, 2006 19:08, Blogger BigJohn said...

takk fyrir það drengir. Get engu lofað með ofur vampíruna mína, skal samt halda aftur af mér næst ;)

 
At 27 janúar, 2006 00:46, Anonymous Nafnlaus said...

Goodstuff!

 
At 27 janúar, 2006 11:26, Anonymous Nafnlaus said...

Hrein snilld Óli. Sælir eru þeir sem taka ábyrgð á lífi sínu.

 

Skrifa ummæli

<< Home