Lífið í Fjölskyldugarðinum

mánudagur, janúar 21, 2008

Gleðilegt nýtt ár og allur sá pakki.... :D

Afsakið hvað ég hef verið hljóðlátur undanfarið en það er bara vegna þess að ég hef verið á fullu undanfarnar vikur, skólinn byrjaður aftur og mikil vinna og svo var ég líka að fara aftur á Reykjalund, var að hefja þar aðra viku af þremur og rjúka kílóin af mér þessa dagana sem flíkur á janúarútsölu.... alla vega STÓRAR FRÉTTIR..... ég er búinn að missa 60 kíló frá því ég hóf þetta ferðalag og er ég svo sannarlega í skýjunum vegna þess :D og vantar mig núna ekki nema um 900 grömm til þess að fara undir 130 kílóin, en það hefur ekki gerst síðan ég var 22 ára eða frá árinu 2000.......nú vantar bara 10 kíló í viðbót og þá er ég léttari en eftir stórátakið 1997 en þá fór ég í 122 kíló.... skal því takmarki verið náð fyrir lok mars 2008, ég veit að þetta er soldið stórt takmark en því skal náð, því ég hef sett mér enn stærra markmið og það er komast í 107 kílóin fyrir miðjan júní á þessu ári. Það má til gamans geta að ég þarf að lækka mig um 6 BMI stig til þess að komast úr því að vera obese í það að verða overweight á BMI skalanum.
Annars er það að frétta af mér að ég náði öllum áföngum í þroskaþjálfanáminu og er ég með meðal einkunn uppá 7.17 að mig minnir og er ég virkilega ánægður með þann árangur og ég hef sett stefnuna á að halda henni og helst hækka hana í vor.

Anyways þakka kærlega fyrir liði ár og gleðilegt nýtt ár... Þakka kærlega öllum þeim er hafa heimsótt síðuna fyrir og eins þakka ég kærlega allann þann stuðning sem að fólk hefur veitt mér á einu stærsta ári í mínu lífi..... og já eitt að lokum.... minns er að verða kominn á fertugsaldurinn en ég næ þeim merka áfanga að verða þrítugur næsta mánudag. Hef ekki enn ákveðið hvað verður gert í tilefni þess, en ég er að gæla við þá hugmynd að fresta alvöru fagnaði fram undir vorið og taka þá vel á því og fagna árangrinum með góðum hætti.

L88z peepz

8 Comments:

At 21 janúar, 2008 15:12, Anonymous Jóna Karen said...

Vááá geggjað og fyrst þú ert á svona svakalegu svingi þá er um að gera að setja sér stór markmið! Ég sé að ekki vantar ákveðnina og gleðina í þig sem er frábært.. Vonandi rekst ég á þig í sumar þegar ég kíki í heimsókn í tvo mánuði og sé hvað þú verður orðinn flottur :o) Go Óli Go ;)
Kveðjur frá UK
JK

 
At 22 janúar, 2008 01:48, Anonymous Brynja Bjarnfjörð said...

glæsilegur árangur!! rosalega varstu orðinn feitur. maður er kannski ekki að sjá spikið þegar manneskjan er frábær ;) en vonandi ganga takmörkin eftir og við sjáumst hress einn daginn.. hefur alltaf langað til að hanga uppá velli nefnilega!!

 
At 22 janúar, 2008 09:05, Blogger Jóhann said...

Til hamingju með þetta allt saman.

Já, aldurinn er víst að færast yfir okkur '78 liðið, það er ekki hægt að segja annað. Kannski að Tool tileinki þér lag á Roskilde í tilefni þess.

 
At 22 janúar, 2008 11:18, Anonymous Nafnlaus said...

Shit Óli. Ég hóf daginn með bros á vör las svo pistilinn þinn og byrjaði á því að brosa og hugsa: "já frábært hjá þér Óli!" en svo fórstu alveg með mig með að tala um aldurinn!! shit! og klukkan ekki einu sinni hálf tólf! En án gríns til lukku með árangurinn bæði hvað varðar kílóin og skólann! Stolt af þér!!

 
At 22 janúar, 2008 11:18, Anonymous Nafnlaus said...

Ehh... já þetta var víst frá mér. Nillu :)

 
At 22 janúar, 2008 15:39, Blogger BigJohn said...

hehe já þetta er svo sannarlega geggjað.... hvað segiru jói er Tool á keldunni í ár??? þá fer ég aftur á hana ;D

 
At 23 janúar, 2008 10:50, Blogger Jóhann said...

Ég veit ekkert um það... just sounded cool sko.

 
At 23 janúar, 2008 10:52, Blogger Heidur said...

Helllooooo!
Þú hefur greinilega verið að fá flottar einkunnir, með svona góða meðaleinkunn.
Frábært að finna hvað þú ert ánægður og hve vel gengur.

Annars öfunda ég ykkur ´78 liðið bara af því að eiga þrítugsafmæli í ár. Ég er komin með nóg af þessu bulli um hvað það er skelfilegt að eldast og að það sé alltaf best að vera 21 árs. Djö hlakka ég til að halda upp á þrítugs afmælið mitt, já og að mæta í þitt í vor, hehehe.

 

Skrifa ummæli

<< Home