Lífið í Fjölskyldugarðinum

mánudagur, janúar 28, 2008

Þrítugur!!!!!!

Já þá er það orðið að staðreynd að Óli er orðinn þrítugur.... fann það bara í morgun þegar ég vaknaði að það var eitthvað breytt....komst svo að því að ég var enn sofandi og var bara að dreyma :D þegar ég vaknaði var það eina sem hafði breyst að ég hafði sofið yfir mig og ég missti af reykjalundsprógramminu í dag ;S meiri helvítis kæruleysið, það þýddi bara að ég varð að fara og hlaupa niðri sjálfur því ekki vildi ég missa af hreyfingunni.... annars er ég að fara í 3 mánaða endurkomu niðrá landsa í dag og ég er frekar spenntur yfir því, verður gaman að fá niðurstöðurnar úr blóðprufunum .
Ég kíkti á djammið á laugardag og rosalega var gaman að hitta allt þetta fólk niðri í bæ, alveg ótrúlegt hvað margir þekktu mig ekki við fyrstu sýn ;D líka merkilega gaman að fá athygli frá hinu kyninu af fyrra bragði, það var svoldið nýtt upplifelsi og þvílíkur munur á sjálfstrrausti á manni eftir svona lífsbreytingu, ég er ekkert smá ánægður og sáttur við þessa ákvörðun og lífstílsbreytingu. Maður er allur svo eitthvað léttari í lund og bjartsýnni á framtíðina, væri samt alveg til í að fara að ná mér í stelpu, finnst oft eitthvað vanta þegar ég er einn í íbúðinni og er að dunda mér... þannig að þið stúlkur sem hafið áhuga endilega farið nú að stíga fram og kynnið ykkur :D þangað til næst bæjó

12 Comments:

At 28 janúar, 2008 15:03, Blogger Jóhann said...

Óli, þú þarft bara að fá þér Facebook profile... þá koma stelpurnar.

Eða svo hef ég heyrt.

 
At 28 janúar, 2008 23:51, Anonymous LittleJohn said...

já er það?? spurning um að gera það bara.... tjekka á því næst þegar ég verð í fríi.... ef að af því verður þá nokkurn tímann :D

 
At 29 janúar, 2008 09:11, Anonymous Karen said...

Til hamingju með afmælið :) Þú átt sama afmælisdag og bróðir minn en nokkrum árum yngri ;)

 
At 29 janúar, 2008 13:06, Blogger Jóhann said...

Þarft að uppfæra linka-listann hérna til hægri... eitthvað lítið um að fólkið á honum sé ennþá að blogga.

 
At 29 janúar, 2008 18:29, Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ!

til hamingju með afmælið!

heyrðu.. hvernig væri að fara að setja inn myndir.. svona fyrir okkur sem ekki höfum séð þig rosa lengi.. svona befor and after pictures!

en annars segi ég bara til hamingju með árangurinn aftur.

knús
Ína Björg

 
At 29 janúar, 2008 21:22, Anonymous JK said...

Hæ litli! og til hamingju með daginn í gær :* Vona að hann hafi staðið undir væntingum og þú ferskari en allt ferskt :) Það sést nú á blogginu þínu að þú verður ekki bara léttari á kroppinn heldur líka sálinni.. líst sko vel á! og bíddu bara.. ef maður er ekkert að leita þá kemur þetta þannig að skelltu hökunni upp og vertu ýkt merkilegur með þig hehehe nei alls ekki gera það LOL enda ertu ekki þannig karakter. eitt af mínum uppáhalds mottóum er að þú getur ekki gert aðra manneskju hamingjusama ef þú ert ekki hamingjusamur sjálfur.. þannig að ég held að þinn tími sé að koma ;) Bestu kveðjur frá UK og Go Óli Go!
JK

 
At 29 janúar, 2008 22:00, Anonymous Littlejohn said...

er alltaf að fara að fá mér svona imagehosting dæmi eitthvað.... gleymi því bara svo asskoti oft ;S þetta kemur samt með kalda vatninu. reyni að henda inn myndum af mér sem fyrst.

 
At 29 janúar, 2008 22:33, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með the Big 30!!!!!!!! Það var gaman að sjá þig á lau. kveðja Sigrún

 
At 30 janúar, 2008 00:10, Blogger BigJohn said...

Takk sömuleiðis skvísa, tókst þig vel út á dansgólfinu með mig í eftirdragi ;D hehe

 
At 30 janúar, 2008 07:58, Anonymous Jana said...

Vúps! Betra seint en aldrei..

Til hamingju með árin 30!! ;c)

 
At 30 janúar, 2008 17:10, Anonymous Dóra said...

Til hamingju með afmælið og árangurinn! Takk fyrir kommentið á síðunni minni. Svo gaman að sjá hvað fólki sem er (eða var) í sömu sporum og ég gengur vel!! Haltu áfram að vera duglegur...

 
At 04 febrúar, 2008 00:31, Anonymous Brynjulingur said...

happy b-day. L�fi� breytist rosalega eftir �r�tugt - im telling ya! Sj�umst hress..

 

Skrifa ummæli

<< Home