Lífið í Fjölskyldugarðinum

laugardagur, desember 15, 2007

Þá er komið að því

Afsakið hvað það er langt síðan ég skrifaði síðast, en ég er búinn að vera að læra eins og fjandinn hafi verið á hælum mér, bæði verkefni og próf, en því er nú lokið líkt og fríinu mínu. Ég er að fara að byrja að vinna aftur og það er bara fínt, ég að vísu geri ekkert annað næstu 3 vikurnar en að vinna og verð bæði að vinna jólin og áramótin ;( en ég lifi það svo sem af, þægilegar vaktir þannig séð og ég kem ekki til með að missa af neinu. En að öðru, þar sem að ég er að fara í langa vinnutörn hafði ég það af að klára jólainnkaupin og það er nottla bara fínt .... En hey já ég gleymdi að segja það að ég er líka fluttur úr Fjölskyldugarðinum aka Pronville og ég er núna kominn uppá völl, hús 760 íbúð 211 og líkar mér bara virkilega vel. Fannst kjörið að flytjast í einstaklings íbúð núna þar sem að ég er að breyta líftílnum hjá mér, því stökk ég á tækifærið að flytja og búa einn. Alla vega ég er enn að grennast en það fór ekki mikið í síðustu viku en ég er samt kominn í 139 kg og því búinn að missa 52 kíló í heildina... ætla samt að missa fjögur kíló til viðbótar áður en árið er úti... en þangað til næst takk fyrir allt og það er alltaf gaman að lesa commentin frá ykkur..

3 Comments:

At 19 desember, 2007 00:05, Anonymous Nafnlaus said...

hæ sæti!! hlakka til að sjá þig um jólin, ég er einmitt búin að ákveða að seigja björgunarhringnum stríð á hendur og hlakka bara til þegar maður verður komin í form,, það er víst einhver hvíttur kjóll þarna í framtíðinni og eins og allir vita er það kannski ekki mest grennandi liturinn!!! hihi, haldu áfram að vera svona duglegur þú ert æði!!!
Kveðja Berglind

 
At 19 desember, 2007 00:06, Anonymous Nafnlaus said...

já þetta átti að vera hvítur kjóll sem sagt.. ;)

 
At 25 desember, 2007 01:31, Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir síðast og gleðileg jól, kveðja

 

Skrifa ummæli

<< Home