Lífið í Fjölskyldugarðinum

miðvikudagur, desember 26, 2007

Hó hó hó

Gleðilega hátið allir saman. Hér kemur smá update um mig.... jólin hafa verið mér góð og ég upplifði
i gær dag sem að ég hélt að ég myndi aldrei upplifa en það er að passa í föt af Davíð bróður, en lo and behold ég passaði í þennan forláta frakka sem að mamma hafði gefið honum fyrir um 2 árum síðan, að vísu var hann of stór á Davíð ;D en samt ég passaði í í flík sem var ætluð honum... þetta var eitthvað sem ég átti ekki von á og djöfull var það góð tilfinning að máta eitthvað sem að ég var viss um að ég passaði ekki í og passa svo í hann, það er allt önnur tilfinning en þegar að maður hefur rétt fyrir sér í svona málum.... en alla vega eins og sést á mlkinum hérna fyrir ofan er ég enn að léttast og er ég nú kominn í 137 kíló, sem þýða 23 kíló farin frá aðgerð og 54 í það heila.... ekki nema 37 kíló eftir í takmarkið mitt sem er 100 kg.... Læt þetta duga í bili, kveðja frá heiðinni
Ólafur G

3 Comments:

At 28 desember, 2007 14:52, Anonymous Nafnlaus said...

hey, hó, ekki bara passaðir í jakkann heldur varst drullu flottur í honum!!
kveðja Davíð og Berglind

 
At 28 desember, 2007 16:15, Blogger BigJohn said...

takk kærlega fyrir það ;D

 
At 16 janúar, 2008 18:17, Blogger Unknown said...

Takk fyrir síðast kæri Kúlurass!
Til hamingju með íbúðina, kíki í heimsókn næst þegar ég á ferð í Keflavík (sem er samt aldrei....úps)!

 

Skrifa ummæli

<< Home