ég fékk vægt sjokk þegar ég fór til læknis í gær, ég steig á vigt í fyrsta sinn í rúm 3 ár og ég var tilbúinn að sjá hvað ég hef lést mikið, hélt því nebbnilega fram að ég væri kannski sona 160 kg give or take 2 kíló, en nei, lífið er ekki svo gott og verð ég að segja það að mér blöskraði og var hálfóglatt þegar ég sá töluna birtast.... ég er enn að velta því fyrir mér hvort ég eigi virkilega að sharea því með restinni af ykkur og ég hef ekki enn komist að niðurstöðu...þannig að þið fáið ekki að vita það alveg strax. Annars var viðtalið við brynleif nokkuð gott og hann ætlar að senda inn beiðni á reykjalund eftir 2 vikur þegar að ég kem aftur til hans eftir blóðprufu og þá vigtar hann mig aftur og þá getum við séð virkilega hvort ég sé að grennast eða þá að ég sé að fegra hlutina fyrir mér. Verð samt að segja ykkur frá því að mér líður skítt í augnablikinu, EN ég horfi björtum augum fram á veginn, ég veit að allt þetta ferli kemur til með að taka tíma og verða ógeðslega erfitt og meira að segja getur þetta verið hættulegt, en við tökum bara á því þegar að því kemur og setjum það ekki í einhverja neikvæða mynd. Takk fyrir það
En að öðru, Steini hafðu samband þegar að þú ert til í fifa og setjum dagsetningu á það, það er soldið erfitt þessa dagana þar sem ég er í 24 daga vinnutörn :( og er rétt hálfnaður. Jet getur komið á sama tíma og ég slæ þá bara 2 flugur í einu höggi og þagga niður í ykkur tjellingunum :D
Lagið í Winamp; dánarfregnir og jarðarfarir með sigurrós
8 Comments:
Staddu þig strákur og vittu til, það er múgur og margmenni á bak við þig til að styðja þig áfram.
já elsku óli okkar. Við styðjum þig heilshugar, og ef það er eitthvað sem þú heldur að við getum hjálpað þér við þá endilega láttu okkur vita. ;) Davíð er auðvitað mjög duglegur að fara í ræktina ef þig langar að skella þér með honum.. og ég er...emmm gagnslaus, en ég reyni. ok?
takk kærlega fyrir það dúllúrnar mínar ;)
P.s. Brynja mín bókin sem þig vantar er hérna, gerði dauðaleit að henni og fann hana ofan á dvd spilaranum :S
Eins gott að mér verði boðið í FIFA enda er ég FIFA-kóngurinn.... ok kannski ekki en mér finnst bjór góður og er viðbjóðslega tapsár og ofbeldisfullur so count me in!
Ekki hika svo við að hafa samband ef þú ert á leiðinni út að labba maður, sendi Boggu með þér hún er alltaf að tala um að hreyfa sig og uppvaskið er ekki alveg að gera sig í þeim málum.
Ef menn hafa áhuga þá er sæmilega laus íbúð ú dag, þannig að hægt er að slá 2 flugur í einu höggi sjá chelsea tapa og svo spila fifa, og að sjálfsögðu kemur þú magni minn líka, þú ert alltaf miklu meira en velkominn hingað og bogga líka.
og Jet og steini eru að sjálfsögðu boðnir velkomnir líka, en bara ef þeir væla ekki undan því þegar ég skeini mér á þeim í Fifa :D
p.s. en ég má sko kenna öllu um ef ég tapa ;)
Er að vinna til 19:00 sé til með kvöldið kannski? Ætlaru að glápa á Liverpool leikinn líka? Kannski ég skjótist og kíki á þig þá... bjalla á eftir, commentaspjall er ekki alveg að gera sig.
jójó. sé það núna þetta litla sæta ps til mín ;) nennti ekki að kíkja á sun sökum óendanlegrar "þreytu"
mun bæta þér upp og mæta um helgina... mjá!
Skrifa ummæli
<< Home