Lífið í Fjölskyldugarðinum

sunnudagur, september 09, 2007

tími á nýja færslu

Margt hefur gerst að undaförnu hjá mér. Ég er byrjaður í háskólanum og gengur það alveg sæmilega, mikill heimalærdómur þar. Það styttist alltaf í aðgerðina hjá mér og ég á pantaðann tíma hjá Birni þann 1 okt og þá ætti að koma staðfesting á aðgerðardegi, sem vonandi verður í lok október. Ég er núna búinn að missa rúmlega 30 kíló síðan í desember 2005 og rúm 25 síðan í desember 2006. Ég er líka byrjaður að hrista kroppinn í lífstíl og líkar mér það bara vel. Fékk samt einhverja verstu strengi sem ég hef upplifað á þriðjudaginn eftir að hafa farið í brennslu og styrkingar tíma hjá honum Vikari og jesús hvað ég var búinn í lærunum eftir tímann. Takk fyrir það Vikar :D Alla vega, að þá er næst á dagskrá hjá mér að spjalla við hana Ragnihildi Steinunni í Kastljósinu en þar á bæ eru þau að gera smá skot um aðgerðina og aðdraganda hennar hjá mér og eitthvað verður líka fjallað um hvernig mér gengur eftir aðgerð. Á samt eftir að koma í ljós hvernig þessu verður háttað og hvort af þessu verður. Þangað til næst, L8Z!

p.s. rakst á þennan BMI (body mass index) reiknir... tjekkið á honum og komist að því hvort þið séuð nokkuð farin að gildna um of :D

5 Comments:

At 01 október, 2007 17:46, Anonymous Nafnlaus said...

Hæjjj hvernær verður þetta svo þarna í Kastljósinu?

og hvernig gengur hjá þér núna?

 
At 03 október, 2007 17:07, Blogger BigJohn said...

viðtalið verður að öllum líkindum í lok nóv/byrjun des og verður sýnt í tveimur pörtum. Mér gengur annars vel er farinn að hreyfa mig í lífstíl og svona viktin stendur frekar fast á sýnu en ég léttist samt hægt og hægt.

 
At 05 október, 2007 08:03, Anonymous Nafnlaus said...

já flott.. ætla að horfa ;))

en þessi vigt,,, stendur stundum í stað en góðir hlutir gerast hægt ;)) og auðvita betra hægt en ekkert :) Ég hugsa þannig!! samt sem áður er ég rosa óþolinmóð og vill að þetta gerist á viku :D

 
At 05 október, 2007 09:48, Blogger BigJohn said...

haha ég skil svo vel hvað þú átt við :D en já góðir hlutir gerast hægt og það þarf sko heldur betur að hafa fyrir þeim

 
At 05 október, 2007 09:50, Anonymous Nafnlaus said...

Hvar er þessi body mass index???

Flott að heyra að þér gangi vel, þó að maður vilji ekkert heyra að vinahópurinn sé að minnka þá er þessi minnkun af góðu :)

 

Skrifa ummæli

<< Home