Lífið í Fjölskyldugarðinum

föstudagur, mars 30, 2007

Fannst vera kominn tími á nýja færslu

úff, ég er alltaf jafn góður að halda svona síðu við, það er nokkuð ljóst. Allavega margt að gerast og margt að breytast hjá mér þessa dagana. Það helsta er nottla það að ég er kominn í prógramið fyrir Maga aðgerðina, engin dagsetning komin enn, enda þarf ég enn að losa mig við nokkur kíló áður en ég fer inn á Reykjalund, vona að það verði komið í log apríl, þó svo að það sé smá stretch. ég er allavega búin að missa c.a. 4 kíló en ég á þó eftir að fara í vigtun aftur.

Nú fer að líða að því að það komi fermingar afmæli hjá árgangi '78 úr Njarðvíkur skóla og er það bara skemmtileg tilhugsun að sýna sig og sjá aðra, margir sem maður hefur ekki séð í mörg mörg ár!

Nú er ég einnig búinn að ákveða að skella mér í frekara nám, og kemur 3 til greina en það er Þroskaþjálfinn, tómstunda- og félagsmála fræði og ef það klikkar þá fer ég í félagsliðabrúna í Borgó. Man ekki eftir fleira í bili. þannig að Ciao!!

8 Comments:

At 03 apríl, 2007 11:24, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ Sigga Vigga hér, varð bara að kvitta hjá þér :)
Gaman að heyra að þú ert að komast á Reykjalund og frábært að heyra að þú ert búin að missa kíló....ég er farin að þekkja þetta sjálf og það er meira en að segja það að léttast :(

Hlakkar mikið til að hitta alla í fermingarafmælinu, ég er svo spennt að ég kem frá danaveldi til að skemmta mér ;) haha

Kveðja frá Odense...

Sigga Vigga

 
At 03 apríl, 2007 20:22, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Óli.
Vildi bara senda þér baráttukveðjur í prógramminu þínu og vona að allt gangi vel.
Sjáumst 11.maí :)
kv, Anna Steinunn

 
At 04 apríl, 2007 10:02, Blogger BigJohn said...

Takk kærlega fyrir það stúlkur :D
Þetta á eftir að vera magnað fjör

 
At 04 apríl, 2007 12:43, Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ Óli frábært að þú ert að vinna svona mikið með sjálfan þig. Það er alltaf svo gott fyrir sálina :) Og hey... helduru að ég sé ekki bara útskrifaður tómstunda og félagsmálafræðingur frá Kennaraháskólanum!! hahaha....

 
At 04 apríl, 2007 20:22, Anonymous Nafnlaus said...

Hey Óli :)

Gaman að finna þig loksins - já og Nillu líka, spurning um að fá tómstundaráðgjöf frá henni ;)

kv.
alli

 
At 06 apríl, 2007 09:45, Blogger BigJohn said...

hehe já það er spurning um að þú gerir það Alli minn, ertu ekki alltaf bara að vinna...verður að hafa tíma fyrir þig líka.

 
At 25 apríl, 2007 11:38, Anonymous Nafnlaus said...

Hey ekki ætlaru að gefa nuddið upp á bátinn?? Ég fæ þá bara einkatíma hjá þér heimvið :D Fæ hroll við að hugsa um handarnuddið :D

En flott að 4 kíló séu farin.. Er rosa stollt af þér kall :*

kveðja Anika

 
At 30 apríl, 2007 17:46, Blogger BigJohn said...

nuddið fer nottla aldrei frá mér og þér er ætíð velkomið að kíkja í handarnudd anika mín... setjum bara upp sama stemmarann og á '67 forðum daga ;D

 

Skrifa ummæli

<< Home