I is alive
Rétt að láta vita að ég er enn á lífi... Mikið að gerast hjá mér þessa dagana. Aldrei að vita nema ég láti uppi hvaða hlutir það eru ;D
Rétt að láta vita að ég er enn á lífi... Mikið að gerast hjá mér þessa dagana. Aldrei að vita nema ég láti uppi hvaða hlutir það eru ;D
Djöfull var ég ánægður þegar ég steig á vigtina í dag... hún sýndi slétta 110.0 boy oh boy, ekki nema 15 kíló í takmarkið, og ég skal vera kominn undir þriggja stafa töluna fyrir árámót og helst fyrir þann 12 des, veit að það er samt að biðja um mikið... en hver veit með þessu áframhaldi get ég náð því. Verslaði mér fleiri föt í gær, verðlaunaði mig meira fyrir góðan árangur :D fékk mér þessa fínu íþróttabuxur frá Nike og mér fannst geðveikt að fá þær í stærð Large... ég hef alltaf verið í stærð XL og alveg uppí XXXL frá þeim þannig að þetta var æðisleg tilfinning. Anyways er að spá í að fá mér einkaþjálfara og herða enn meira á þjálfuninni til að klára þennan pakka og líka til þess að fá svona markvissara æfingarprógram.
Já var bara að fatta það að ég á árs afmæli í dag... á þessum tíma fyrir ári síðan var ég 161 kíló og nýbúinn í magahjáveituaðgerðinni. Í dag ári seinna eru farin 49 kíló og samtals 80 kíló frá því ég hóf ferlið. ég stend núna í rétt tæpum 112 kílóum og ég varla man hvenar ég var svo léttur... líklegast um það leiti sem ég átti að vera að fermast... Ég veit að ég hef mikið skrifað og talað um árangurinn hjá mér, en ég verð bara að viðurkenna það að ég er ekkert smá stoltur af sjálfum mér...
já nú er minn ánægður vantar ekki nema 3 kíló til að vera kominn undir 110 kíló og þá verður enn einn tugurinn að baki.. hlakka mikið til. Fór á Landsann í gær til að hitta Björn Geir skurðlækni, svövu næringarfræðing og hana jöru hjúkrunarfræðing. Ég kom bara vel útúr öllum blóðprufum og allt er á réttri leið. Björn vill samt að ég skafi af mér sem nemur 14 kílóum fyrir áramót, og ætla ég mér að ná þeim áfanga engin spurning.
Já góðir hálsar, helgin var virkilega ljúf og góð. Mér tókst með ágætum að vera minna edrú en ég hafði ráðgert í risa staffapartýi ársins. Það var 70's og 80's þema og vá hvað fólk var í awesome búningum. Ég lét mitt ekki eftir liggja og var cheezy John Travolta lookalike hvítu jakkafötin og alles, plús þessi líka forláta kolla sem ég hafð nælt mér í :D Takk allir fyrir geggjað partý :D
Ákvað það á sínum tíma að ég myndi aldrei koma með sona blogg færslur en hlutir breytast og þar sem að ég var víst klukkaður af Sigrúnu... að þá læt ég þetta bara flakka.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):
Fernt matarkyns sem ég held uppá:
Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:
Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
úff nú verður þetta erfitt
Jæja önnur mælingin í áskorenda keppninni fór fram í kveld og ég er bara þokkalega sáttur með útkomuna, búinn að missa 2,8 kíló, og ca 10 cm samtals af fjórum svæðum sem voru mæld, auk einhvera komma af fituprósentunni... Vikar var samt ekki alveg nógu sáttur með fitprósentuna, þannig að ég þarf að herða mig á... passa mataræðið ennfrekar og leggja harðar af mér í tímum. Ef það er það sem þarf til að ég vinni þetta helvíti þá geri ég það andskotinn hafi það. Þessi keppni verður mín. Hef þetta ekki lengra í bili, læt fylgja með uppskrift að eðal skyrboozti sem ég er fíla í botn þessa dagana.