Lífið í Fjölskyldugarðinum

mánudagur, september 29, 2008

Spinning, himneskt eða helvíti?!?

Fór í fyrsta skipti í spinning á fimmtudag... úff vá shit, það tók vel á og þó svo ég hafi verið að æfa vel undanfarin misseri, ef frá er talið sumarið að þá held ég að ég hafi ekki svitnað jafnmikið um ævina í neinum æfingum, ég var gersamlega að gegnsósa af svita, var svo sveittur að ég soðnaði næstum því á fingrunum. Þetta tekur ekkert smá á, og til þess að geta klárað tímann verð ég aðeins að fara rólegra en hinir, þ.e. ég hjóla á sama tempói og hinir en ég stend ekki eins mikið og aðrir, því líkaminn höndlar það ekki alveg ennþá.
Allavega mér gengur bara asskoti vel í áskorenda keppninni og er núna búinn að missa rúm 3 kíló, er kominn niður úr 116,6 í 113,2. Shit er alveg að fara að detta undir 110 kílóin, sé það bara í hillingum þarna hinum megin við hæðina :D .
Alla vega ég fór aftur í spinning í dag og ég er að ég held bara að verða hooked á þessu helvíti, þetta er nett skemmtilegt og tekur vel á... takmarkið hjá mér núna er að geta hjólað heilann tíma hjá Vikari eins og maður á að gera þ.e. ekki bara sitja á rassinum og hjóla heldur hendar sér svona til og frá allann tímann. Verð ekkert smá ánægður þegar það tekst og það skal takast áður en desember er úti.
kveð í bili

föstudagur, september 26, 2008

ahem... long tæm nó blogg

já kannski kominn tími á smá updeit... Sumarið er búið að vera geggjað, hef gersamlega verið að sleppa fram af mér beislinu og skemmta mér sem villtur væri og vitiði það var geggjað. Er búinn að vera að gera hluti í sumar sem ég hefði átt að vera gera þegar ég var tvítugur en hafði þá ekki kjarkinn til að láta verða af. Ég fór kannski heldur ótæpilega í búsið og í kjölfarið á því borðaði ég ekki alveg hollustu fæðið sem þýddi það að ég fór upp um 2 kíló!!! :S , en þau eru farin núna og það var ekki lengi að gerast eftir að ég skellti mér í áskorenda keppni lífstíls, fyrsti official tíminn var reyndar í dag en ég er búinn að vera að taka á því í tæpar tvær vikur og losaði mig við þessi kíló sem ég var búinn að græða á mig í sumar á nó tæm... Allavega ætla að verða duglegri við að blogga og koma með updeit, þangað til næst chiao!
Ólafur G.