Lífið í Fjölskyldugarðinum

mánudagur, apríl 14, 2008

Nýjum tug náð!!!

Já þau undur og stórmerki í mínu lífi náðust rétt í þessu þegar að vigtin sýndi töluna 119.7 ÉG ER KOMINN UNDIR 120 KÍLÓIN... damn hvað það var geggjuð tilfinning að standa á berrassaður á vigtinni og sjá þessa tölu. Ég hef ekki verið svona léttur frá því ég var 16-17 ára, þetta þýðir að ég á 12 kíló í að ná takmarkinu sem ég setti mér um áramótin, en það var að losna við 30 kíló fyrir giftingu hjá Davíð og Berglindi... og með þessu áframhaldi verð ég ansi nálægt því að ná því takmarki á tíma.
Að öðru... Ég fór á árshátíð smfr um daginn í nýja turninum hjá Smáratorgi, virkilega flottur staður og maturinn... mmmmhmmm bara geggjaður. Fólk var líka geggjað flott í hinum og þessum Bond tengdu outfittum, en alveg var greyið veislustjórinn skelfilega leiðinleg og ófyndin, var bara vont að hlusta á hana.... hún var til að mynda svo leiðinleg að nánast allir á mínu borði voru fegnir þegar ég dró upp spila stokkin svo við gætum spilað póker til þess að draga athyglina að einhverju skemmtilegu. Ég verð að viðurkenna að ég var ansi ánægður með útlitið hjá mér á þessari hátíð, ég leigði mér glæstan smóking og fékk mér strýpur í hárið og það sem meira er ég rakaði af mér skeggið... hef ekki verið án skeggs í rúm 8 ár, var búinn að gleyma hvernig ég leit út án skeggsins... ef þið viljið sjá myndir af mér þá verðið þið að kíkja á facebook og skoða myndirnar af mér þar... en ég er reyndar ekki búinn að því þannig að þið þurfið að bíða aðeins eftir því... lofa samt að þær verði komnar inn fyrir helgi :D

Síðan vil ég óska þremur vinkonum mínum alls hins besta og góðum bata eftir aðgerðirnar sem þær fóru í síðustu viku, sömu aðgerð og ég fór í... stelpur þetta breytir lífi ykkar ótrúlega gangi ykkur sem allra best í átt að nýjú lífi... xoxoxo

kveð að sinni l8z y'all

6 Comments:

At 15 apríl, 2008 01:50, Anonymous Una Nikk said...

hæ gæ langaði að óska þér til hamingju með nýju töluna :D þetta er svo frábær árangur hjá þér, annað :p þú varst GEGGJAÐUR í kastljósinu um daginn og vá hvað þú komst vel út :D

kveðja úr Firðinum
Una Nikk

 
At 15 apríl, 2008 20:58, Anonymous JK said...

Til lukku kall.. takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með! Ætla að reyna að muna að adda þér inn á facebook svo ég geti séð myndirnar!! ég nota þetta apparat reyndar ekkert og veit eiginlega ekki af hverju ég er með þetta en ohh well.. kemur að einhverju gagni núna :) Bestu kveðjur frá UK..

 
At 15 apríl, 2008 22:42, Blogger BigJohn said...

hehe bíð spenntur eftir að fá facebook addið þitt.
Og takk kærlega fyrir kvittunirnar stelpur ;D

 
At 15 apríl, 2008 23:53, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með árangurinn!!!! Það var ferlega gaman í pókernum, verst að ég hef bara ekkert keppnisskap í svoleiðis, annars hefði ég BURSTAÐ!! ykkur strákana. kv. Sigrún

 
At 20 apríl, 2008 20:21, Anonymous Heba Maren said...

hey kellinn..
innilega til hamingju með nýja töluna..úff ert orðinn nett flottur og bráðum helköttaður..
Varst rosa flottur á árshátíðinni.. og eigum við eitthvað að ræða það hvað gellan var leiðinleg..VÁ !!
Getur farið á mæspeisið mitt og skoðað myndir af þér þar.. varst flottastur ;)

GAngi þér vel með hin kg sem eru eftir..þá verða nú ekki lengi að fara..þú ert svo svakalega duglegur og ákveðinn :)

kvHeba Maren og MAggi

 
At 21 apríl, 2008 00:10, Blogger BigJohn said...

Takk kærlega fyrir það, tjekka á mæspeisinu

 

Skrifa ummæli

<< Home