Lífið í Fjölskyldugarðinum

fimmtudagur, maí 29, 2008

Varúð Ný færsla.... :D

Já úff nú verður maður að fara að nota þetta dót aðeins oftar, slatti að frétta af mér. Þar má m.a. nefna steggjaveisla, skóli, þyngdartap, vinna, vinna, utanlandsferð, vinna og sumarfrí :D
Já mér er að ganga bara asskoti vel í skólanum, fékk einkar ánægjulegar fréttir í morgun þegar ég komst að því að ég náði helv... félagsfræðinni, ég var svo viss um að falla í henni, en nei ég slefaði með 5.0 og ég er sko bara vel kátur með það, svo fékk ég nú alveg heila 8.0 í fötrlunarfræðum og ég á eftir að fá úr sálfræðinni, en ég er nokkuð solid með náð þar.
Nú um síðustu helgi fórum við félagar hans Davíðs lilla bró og steggjuðum kappann, það var mikið stuð á okkur og sérstaklega davíð, en eftir ærlega dýfu í höfnina í kef færðum við hann í þennan foráta bangsabúning og létum hann kaupa smokka í N1, hentum honum svo inní ríki og létum hann selja smokka fyrir bjór, miðað við hvað hann er slakur sölumaður að þá náði hann nú samt að kreista út 8 bjóra og kom hann því útí gróða eftir þetta ævintýri. Þar næst hentum við honum í flugvél hjá honum Jónasi "Jet" og var Davíð í skýunum með þá ferð þó svo að ekki hafi verið neitt veður til þess að gera miklar lystir. Eftir útsýnisflugið lá leið okkar í paintball í hafnarfirði og skutum við hverjir aðra í spað og þá sérstaklega Stegginn, svo mikið að hann er að mér skilst enn helblár og marinn hehehe.... að síðustu fórum við í eðal grill og guitar hero party hjá múttu og pápa og enduðum svo á skralli niðrí bæ. virkilega skemmtilegt djamm þar á ferð.
Svo hef ég eins og oft áður verið að vinna eins og mér sé borgað mikið meira fyrir það en ég í raun fæ :D og þannig verður það áfram, þó reyndar ekki frá 15. júni til 13. júlí því þá fæ ég sumarfrí. Nú að lokum er ég að fara til DK á laugardaginn með 2 köppum af Lyngmóanum og er mig farið að hlakka svoldið mikið til þess að fara út, ætlum meðal annars að kigge á Kiss tónleika, það ætti að vera helvítis stuð eftir því sem ég hef heyrt.... En anyways skrifa vonandi fljótlega eftir helgi og þá meina ég sona kannski eftir 2 - 5 vikur ;D

og já ég er enn að léttast og er kominn í 117 kíló... bara ótrúlegt helvít, búinn að missa 74 fökkins kíló.... já vá ég get ekki verið annað en kátur þessa dagana.
Takk æðislega fyrir veturinn og undanfarin ár
Kv. Óli "Foli" :D

5 Comments:

At 03 júní, 2008 21:46, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ

Ég þekki þig ekki neitt en ég er að byrja í þessu ferli sem þér hefur gengið svo vel í, innilega til hamingju með árangurinn, fólk eins og þú réttlætir þessa aðgerð gjörsamlega. Veistu til þess að það sé einhver spjallsíða á netinu fyrir þá sem eru að fara og er búnir að fara í þessa aðgerð? Ég er búin að googla frá mér allt vit en finn bara gömul blogg.

Kv.

 
At 03 júní, 2008 21:52, Anonymous Nafnlaus said...

Vonandi er gaman hjá ykkur úti. kv. Sigrún

 
At 03 júní, 2008 22:06, Blogger BigJohn said...

Bara geggjad stud a okkur vorum ad koma af KISS tonleikum, teir voru geggjadir.

og ja tad er sida fyrir adgerdafolk, verd samt ad bida med ad segja ter hana tar sem eg er ekki med adressuna vid hendina nuna.

 
At 10 júní, 2008 09:49, Anonymous Nafnlaus said...

Frábært takk. Ég hlakka til að kíkja á síðuna.

 
At 10 júní, 2008 16:18, Blogger BigJohn said...

magaðgerðarsíðan er http://groups.msn.com/magaadgerd/general

 

Skrifa ummæli

<< Home