Lífið í Fjölskyldugarðinum

mánudagur, mars 17, 2008

Já ég veit að ég hef ekki bloggað í töluverðan tíma, en það er nú bara vegna þess að ég hef bara ekkert haft að segja :D ... þannig séð.... búið að vera brjálað að gera hjá mér undanfarið bæði vinna og skóli, og svo var ég veikur í 10 daga og ég hreinega nennti ekki að blogga neitt þá :s en allavega mér gengur enn alveg frábærlega og er núna kominn niður í 121 kíló sem þýða það að 39 kíló eru farin frá aðgerð og 70 kíló farin í það heila... bara geðveikt... núna eru bara 14 kíló í næsta takmarkk sem er 107 kílóin.... Nú fer að styttast í árshátíð smfr líka og ég þarf að fara að versla mér föt fyrir hana, er samt að spá í að bíða með að kaupa jakkaföt og leiga mér bara tuxido fyrir hátíðna, er ekki alveg til í ða henda 25-30 þúsund í jakkaföt sem ég nota kannski bara einu sinni tvisvar. Þemað er Bond og ég er að spá í að mæta sem einhver af vondu gaurunum :D ... alla vega man ekki eftir fleiru í augnablikinu, reyni að henda inn meira fljótlega lofa samt engu.

P.s. Takk kærlega fyrir öll komment þið sem lesið þetta blogg eruð öll frábær

3 Comments:

At 18 mars, 2008 17:52, Anonymous Nafnlaus said...

jeyy þú ert líka frábær!! og takk æðislega fyrir að passa kjólinn fyrir mig!! það er svo mikill léttir að vita af honum á góðum stað í þennan tíma :)
xoxo B

 
At 26 mars, 2008 19:59, Anonymous Nafnlaus said...

hæ gæ!

til hamingju með árangurinn.. ég var farin að halda að þú værir týndur.. eða eitthvað

gangi þér vel ennþá KNÚS

kv
Ína Björg

p.s. og já.. vil fá myndir

 
At 27 mars, 2008 00:14, Blogger BigJohn said...

tjekk át ðe fésbúkk fótós...

 

Skrifa ummæli

<< Home