Lífið í Fjölskyldugarðinum

föstudagur, mars 28, 2008

Birtist óvænt á skjánum

Fékk óvænt símtal frá Ragnhildi Steinunni í dag og hún vildi endilega fá mig í kastljósið í kveld, ég gat ekki skorast undan því og mætti galvaskur. Ég var mjög sáttur við mitt framtak og vá þvílík breyting á manni... Var virkilega sjokkeraður þegar ég sá fyrsta viðtalið... vá þetta var bara sárt að rifja þetta upp aftur... ég segi ekki annað. En sáuð þið eitt.... ég var miklu minna með lokuð augu núna ;D hehe alla vega langaði bara aðeins að kommenta á þetta. L8z y'all

9 Comments:

At 28 mars, 2008 09:19, Blogger Thor Magnusson said...

Veitti augunum sérstaka athygli, þegar ég var búinn að jafna mig á því hversu breyttur þú ert orðinn.

 
At 28 mars, 2008 15:40, Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ!!

Frábært viðtal.. Rosalega flottur!! og Þvílík breyting!! VÁ VÁ VÁ.. þú lýtur frábærlega vel út óli minn!!! haltu þessu áfram svona..

Stórt KNÚS á þig (eða á ég kannski að segja lítið knús ;))

kveðja
Ína Frænka

 
At 28 mars, 2008 20:38, Anonymous Nafnlaus said...

ERTU Í GRÍNINU EÐA..!! Fór beint að horfa á kastljósið á netinu eftir að hafa lesið færsluna þína og ÓMÆGOD hvað þú ert orðinn flottur!!! Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja en vá ég er eiginlega fegin að hafa séð þetta svo ég myndi hreinlega ekki bara dissa þig í sumar ef ég rekst á þig hahahaha Stendur þig svakalega vel og GO ÓLI GO! knús frá UK

 
At 28 mars, 2008 21:53, Anonymous Nafnlaus said...

hahahahaha...jebbsí. En þú bauðst upp á nýjan frasa = "Hey þétti foli"!!!!!!!!!!!! ;) kv.Brynja

 
At 29 mars, 2008 00:23, Blogger BigJohn said...

hehe takk fyrir það allir, spurningin kom svo flatt uppá mig, ég vissi að ég yrði að halda kúlinu... og mér datt þetta fyrst í hug :D

 
At 30 mars, 2008 01:10, Anonymous Nafnlaus said...

Hehe já ég tók sko eftir augunum :) Held að það sé alveg hægt að skrifa þetta á aukið sjálfsöryggi :) Ótrúlegur munur á þér!! Ég hef náttúrlega ekki hitt þig síðan um mánaðarmótin nóv/des og þá varstu ekkert svo ólíkur þér í fyrra viðtalinu. Ég held hreinlega að ég myndi ekki þekkja þig úti á götu hefði ég hitt þig fyrir viðtalið :)

Er ekki lífið miiiiklu betra? :)

 
At 31 mars, 2008 19:02, Anonymous Nafnlaus said...

Garg Óli :D Allamalla.. ég er ekki frá því að ég sé með stærri bumbu í augnablikinu :)) Jiii hlakka til að knúsa þig þegar ég sé þig :D Vááá þetta er æðislegt. Ég tók alveg greinilega eftir augunum.. Frábært.

 
At 01 apríl, 2008 21:56, Blogger Linda said...

Hæ Óli, vissi ekki að þú værir með blogg. Ég ætla sko að reyna að gá hvort ég finni ekki þennan þátt á netinu vít ég missti af honum. Gangi þér vel með allt og til hamnigju með árangurinn!

 
At 07 apríl, 2008 17:03, Anonymous Nafnlaus said...

Fínasta viðtal hjá þér :D. Gaman að finna sjálfsöryggi og vera ánægður með sig - enda máttu það. Ekkert smá flottur árangur hjá þér ;). Kv. Dóra -
ur-alogum.bloggar.is

 

Skrifa ummæli

<< Home