Lífið í Fjölskyldugarðinum

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Kallinn líklegast að yfirgefa Fjölskyldugarðinn

Já þið lásuð rétt...og nei ég er ekki að hætta að blogga, málið er bara það að ég sótti um stúdíó íbúð á keilisvæðinu og fékk í dag email um að mér hefði verið úthlutað eitt stykki og að ég gæti flutt inn 4 jan ef ég vil þiggja það..... Þetta var ekki lengi að gerast, sótti um íbúðina fyrir tveimur vikum síðan og það er strax búið að úthluta mér....Sótti reyndar um frá og með 15.ágúst 2008 en ég er að spá í að skella mér á þetta....Verst er að skilja Eyjó og Aron eftir hérna...en þeir eru stórir strákar og geta reddað sér, en ef ykkur vantar að leigja herbergi þá var allavega að losna um það hérna :D....En að öðru ég er enn að léttast...sem betur fer og hef ég nú misst 47 kíló frá því í jan 2006...FÖKK það eru næstum því farin 50 kíló...ég trúi þessu ekki, en vigtin lýgur ekki og fötin sem ég var að kaupa á föstudaginn síðasta verða ekki lengi passleg á mig.....en 47 kíló þýða einfaldlega það að það er styttra í markmiðstöluna mína en það er í gömlu hámarksþyngdina mína og vá hvað mér líður vel útaf því :D.... En anyways endilega látið fólk vita um að það sé að losna herbergi hérna á hafnargötunni, sé ykkur seinna.

3 Comments:

At 22 nóvember, 2007 15:49, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með íbúðina!
Kv. KBA.

 
At 22 nóvember, 2007 20:04, Anonymous Nafnlaus said...

Ég kem ekki aftur í Pornville - enda bjó ég aldrei þar. Þið skelltuð þessu nafni á eftir að eina konan sem hefur búið þarna var flutt!! ;)

Annars gott gengi með vigtina og nýja íverustaðinn þegar að því kemur.

kv. Brynja Bjarnfjörð

 
At 23 nóvember, 2007 01:45, Blogger BigJohn said...

Þakka ykkur kærlega fyrir það ;D En Brynja hann Eyjó dauðlangar að sýna þér öll nýju movein sín.....og hann sýnir þau bara þeim sem búa hér ;D

 

Skrifa ummæli

<< Home