Lífið í Fjölskyldugarðinum

föstudagur, nóvember 09, 2007

Hugsanlegt met!!?!??!

Já þá er frægðin búin í bili....:D

Nú er ég hálfnaður í því takmarki sem ég setti mér í desember 2005, en það var að missa 90 kíló og komast undir þriggja stafa tölu...en það er eitthvað sem að ég hef ekki séð hjá mér frá því að ég var 13 ára....Pæliði í'ðí...En ég er semsagt kominn í 148 kíló og það þýðir að ég er búinn að missa 43 kíló!!!!!! Fokk hvað það er mikið...ég trúí því bara ekki enn.

En að metinu sem ég byrjaði á í titlinum...Þórhallur og Ragnhildur sögðu mér það að aldrei hefði verið fjallað um einhvern einstakling svo mörg kvöld í röð ;D !

Ég vil þakka Ragnhildi sérstaklega fyrir frábæra frammistöðu og alveg hreint frábæra umfjöllun um mig og leyfa öllum landsmönnum að sjá að þessi aðgerð er ekki bara eitthvað rugl...það var sko kominn tími til að það kæmi jákvæð umfjöllun þessar aðgerðir sem hafa hjálpað ótrúlega mörgum....En nú veltur þetta allt á mér, því að aðgerðin heppnaðist frábærlega og ég er sá eini sem get haft áhrif á framvindu mála hjá mér gagnvart offitunni.

Sjáumst síðar


Kveðja Óli "Hot Dude" Garðar

3 Comments:

At 09 nóvember, 2007 16:31, Anonymous Nafnlaus said...

Sæll og til hamingju með árangurinn. Ég er sannfærð um að þú hefur tekið ákvörðun sem á eftir að gjörbylta lífi þínu til hins betra.

Kær kveðja,
Kolbrún Valbergsdóttir (Kolla)

 
At 09 nóvember, 2007 22:24, Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ aftur ég verðandi skvísa ;)
www.ataksgella.blogg.is ;) það er bloggið mitt..
Annars var ég að reyna senda þér smá mail,veit ekki hvort það komst til skila. En endilega skrifaðu mér komment *blikk*

 
At 10 nóvember, 2007 00:09, Blogger BigJohn said...

Takk kærlega fyrir þetta stúlkur mínar. Ég sé svo sannarlega ekki eftir þessu og vá þetta er breyting...Ég á alltaf jafn erfitt með að trúa því að ég hafi farið í þetta og enn erfiðaðara er að sjá árángurinn, en andskoti líður mér samt vel ;D
kærlig hilsen
Ólafur "Teh Sex" :D

 

Skrifa ummæli

<< Home