Bleeeee!!!
Ekki mikið að frétta af mér undanfarið, hef verið að vinna slatta. Því miður hefur þyngdartapið ekki verið neitt stórkostlegt undafarið eftir að ég kom frá reykjalundi, en það sem er jákvæðast við það allt er að matarræðið er nottla stór bætt, Er að borða reglulega þ.e. á ca 3 tíma fresti og reyni ég að hafa fæðunna sem fjölbreyttasta þó svo að kjúlli sé mjög oft á borðinu ;D en það er bara gott mál.
Ég hef samt aðeins slackað á hreyfingunni, sem er alls ekki nógu mikil hjá mér en það stendur allt til bóta, hef líka aðeins verið að fara í gegnum tilfinningalegan pakka sem ég fer ekki nánar útí hér og hefur það aðeins hægt á mér. Nú er ég búinn með hann og get ég farið að einbeita mér algerlega að líkamlegri heilsu núna og byrjar það strax í dag...heyri í ykkur seinna er farinn út að ganga.
P.s. þakka fyrir commentin ykkar anika og magga (og líka frá hinum sem hafa commentað við mig augliti til auglitis) þau styrkja mann alltaf og án þeirra væri þessi barátta mun harðari. Takk kærlega fyrir.
4 Comments:
Go go go!! Þú stendur þig rosalega vel :) Næst verður að sjá kappann fyrst að þú ert að minnka svona rosalega. Og svona til að hryggja þig þá er ég að flytja enn eina ferðina. Fer að setja met í þessu..... Gætir aukið hreyfinguna með að bera hluti ofan af þriðju hæð ;) *wink * wink*
Sæll Óli, leit við og ákvað að skilja allaveg eftir comment :) gangi þér vel í baráttunni.
Verður hægt að þekkja þig á næsta fermingarafmæli ;)
Allavega takk fyrir síðast.... mér datt allt í einu í hug að kíkja á síðuna og sjá hvernig þér gengi.. og það gengur greynilega mjög vel :)
Haltu áfram á sömu braut :)
Kveðja frá DK
Sigga Vigga
Jæja hvernig gengur svo?? e-h að frétta??
Skrifa ummæli
<< Home